Aldamót - 01.01.1899, Síða 85
$5
sínu kjöri til þess aö hrinda þessu blessunarríka stór-
virki, reformasíóninni, á staö,— j?eim hluta ævisögu
hans, sem á undan var genginn áöur en hann kom
opinberlega fram á sjónarsviö heimsins og hóf hiö
mikla starf.
Marteinn Lúter vav fæddur í hinum saxneska smábæ
Eisleben á Þýskalandi 10. nóvember árið 1484 af fát» kum for-
eldrum í alþýðustétt. Faðir hans var námamaður, óbreyttur
erviðismaður, af lítilmótlegu bændafólki. Móðir Lúters þar
á móti af nokkuð göfugra bergi brotin, dóttir borgara eins í
bæ einum þar skamt frá. Báðir foreldrarnir voru vandaðir og
guðhræddir í besta skiiningi þeirrar tíðar. En faðirinn sér-
staklega var stífur í lund, og í uppeldi sínu á börnum' sínum
beitti hann og þau bæði mikilli hörku. Foreldrarnir fluttu
búferlum til Mansfeld skömmu eftir að þessi sonur þeirra
fæddist. Þar var hann látinn ganga í skóla undir eins og
aldurhans leyfði — og í rauninni áður, því eldri piltur varð
einatt að bera hann í skólnnn. Drengurinn var bráðgjör, og
honum gekk í rauninni námið vel, en engu að síður varð hann
j'tfnaðai lega fyrir þungum og jafnvel grimmúðugum refsing-
urn af kennaranum. Trúarfræði aldarinnar var að sjálfsögðu
eitt aðalatriði í skólalæi dóminum. En Lúter vottar það
sjálfur, að sú kensla haíi haft þau áhrif á sig, að hann hafi
bókstafleglega hræðst nafn Krists. ,,Eg hugsaði eingöngu um
Krist eins og harðan og reiðan dómara“ — segir hann. Árið
1497 var hann fótgangandi með öðrum dreng sendur burt. úr
föðurhúsum til borgarinnar Magdeburg til þess að ganga þar á
æðri skóla. Þar varð hann jafnframt skólagöngunni að vinna
fyrir brauði sinu með því að syngja á strætum úti eins og
beiningadrengur, því foreldrar hans gátu fyrir fátæktar sakir á
þeirri tið alls ekkert lagt honum til lifsviðui væris. I tóif mán-
uði lifði hann þessu bágindalífi. Þá var hann sendur á enn
annan skóla í bænum Eisenach. En vandræði fátæktarinnar
héldu einnig þar áfram. Sama lítilmótlega úrræðið með að
hafa ofan af fyrir sér eins og áður, þangað til tigin kona,
greifafrú ein. tók hann að sér og inn í hús sitt. Þar kyntist
hann fyrst háttum heldra fólks. Eftir þriggja ára dvöl í Eise-
nach hélt hann árið 1501 þaðan til háskólans í Erfurt, Faðir
hans ætlaðist til, að hann legði fyrir sig lögfræði, en hugur
hans stefndi ekki í þá átt. Hann vann að skólanámi sínu af