Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 74
7 4
ljóst. þvert á móti voru menn sér yfir höfuð að tala
ekki annars meðvitandi víðsvegar um lönd, mentalönd
heimsins, þau er eitt sinn endur fyrir löngu höfðu
fengið kristindóminn til sín og Krists kirkju upp yfir
sig reista, en að þeir enn héldu kristindóminum hjá
sér. Oafvitandi hafði allur þorrinn af lýð landanna
mist kristindóminn frá sér. Menn stóðu uppi, með
reglulegan ægilegan heiðindóm í höndunum og hjört-
unum, og vissu ekki annað en það væri kristindómur.
Og í þá hraparlegu villu höfðu riienn lent á þann hátt,
að kirkjan hafði ekki með trúmensku gætt síns guð-
lega geymslufjár, ekki vakað yfir orði hins eilífa lífs,
guðs orði heilagrar ritningar, sem henni hafði af frels-
aranum og postulum hans verið fengið í hendur til
þess að vera ljós á vegum manna og lampi fóta þeirra.
Ekki hafði kirkjan, miðalda-kirkjan,' beinlínis kastað
þessu guðs orði, er leiða skyldi hana í allan sannleik-
ann, burtu frá sér. En það var eins og hún hefði
kastað því burt. Hún glataði því án þess hún vissi af,
— alveg eins og Gyðingar til forna á holdsvistardög-
um Jesú Krists—allur þorri þess útvalda lýðs—- voru
þá búnir að glata hinum guðlega boðgkap gamla
testamentisins án þess að hafa um það neina hug-
mynd. A miðöldinni — alveg eins og áður í Gyðinga-
kirkjunni — hafði allskonar mannasetningum, sem
hinir kirkjulegu leiðtogar af náttúrlegu hyggjuviti sínu
fundu upp til þess að gera sér kristindómsskyldurnar
auðveldari, verið blandað saman við guðs orð. Og
eftir því, sem tímar iiðu fram, fjölguðu og mögnuðust
þessar mannasetningar óðum, hlóðust upp eins og
sorpdyngjur, sem alt af er verið að bera í úr því eða
því húsinu, hlóðust upp þangað til sáluhjálparsann-