Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 121
Undir linditrjánum.
í sumar hélt Reykjavíkur-deild
Stefnulans hins íslenzka Bókmentafélags árs-
tímarit. fund sinn aö vana. A þeim fundi
var sá, sem þetta ritar, svo frægur
aö vera. þar var svo sem aö sjálfsögðu ýmislegt rætt
um félagið og hag þess. Tillaga kom frá stjórnar-
nefndinni um, að alþing væri beðið um býsna ríflega
fjárveiting, til þess að deildin gæti stofnað nýtt tíma-
rit, sem byrja skyldi að koma út árið 1901, og átti að
biðja um ekki minna en 5,000 krónur úr landssjóði til
þess fyrirtækis. Hugmyndin var, að þetta nýja tíma-
rit yrði úrval úr útlendum tímaritum og íslenzkri al-
þýðu þannig gefinn kostur á að kynna sér hið helzta,
sem um væri verið að hugsa í heiminum. Efnið í tíma-
ritinu átti því annað hvort að vera beinar eða óbeinar
þýðingar eða helzt hvorttveggja, þannig, að markverð-
ustu ritgjörðir væru þýddar í heilu lagi, aðrar styttar,
og enn aðrar að eins birtar að efninu til, svo að helztu
hugsanirnar yrðu lesendunum skiljanlegar. En frum-
samdar ritgjörðir var ekki gjört ráð fyrir að teknar
yrðu í ritið. það átti að vera 36 arkir að stærð og koma
út sex sinnum á ári. þetta sýndist nú í fljótu bragði
að vera býsna glæsileg hugmynd, enda var það auð-
vitað tilgangur þeirra manna, er skipa stjórn deildar-
innar, að hrista af sér með þessu fyrirtæki það ryk
fyrirlitningarinnar, sem fallið hefir á nafn Bókmenta-
félagsins í almenningsálitinu. En þegar betur er að