Aldamót - 01.01.1899, Qupperneq 83
83
inum, sem ævintýrið segir frá. Hún bjó yfir óþrjót-
anda auði, ótæmanlegum andlegum fjársjóðum, þar
sem var hin guðlega kærleiksopinberan kristindóms-
ins, hið frelsanda guðs orð, sem heilög ritning hefir
inni að halda, frelsan og fyrirgefning í Jesú Kristi fyrir
gjörvallan heiminn, líf og sáluhjálp fyrir hvern einasta
einstakling mannkynsins. En þessir fjársjóðir voru
sem fólgið fé í jörðu. Biblían eins og ekki til, harð-
læst fyrir kirkjunnar eigin lýð, eins og innilokuð í
bergi. Hinar kirkjulegu mannasetningar, hindurvitn-
in og hjátrúarkreddurnar, sem fundið var upp á og
slegið var föstum, urðu að andlegum steingjörvingum
utan um hin sáluhjálplegu sannindi kristindómsopin-
berunarinnar. það var bergveggurinn, sem lokaði
fjárhirslunni fyrir lýðum landanna. Og með tilliti til
þess syndsamlega ofurvalds, sem klerkarnir með páf-
anum í broddi fylkingar höfðu tekið sér yfir lífi og
samviskum manna, með tilliti til þess, hve sviksam-
lega þeir höfðu stungið guðs orði undir stól, voru þeir
sannkallaðir ræningjar. það mátti í fylsta skilningi
heimfæra orðin, sem frelsarinn sagði, þegar hann
forðum hreinsaði musterið í Jerúsalem, upp á þátíðar-
kirkjuna og forustumenn hennar: ,,Mitt hús er bæna-
hús, en þér hafið gjört það að ræningjabæli. “ — En
þegar spillingin og ránskapurinn í kirkjunni hafði náð
sínu hæsta stigi, þá kom Lúter fram — fátæki maður-
inn af alþýðuflokki. Hann hafði fundið andlegan
lykil að hinni huldu fjárhirslu heilagrar ritningar.
Og ritningin opnaðist honum, er hann beitti þeim
lykli, — með allri sinni dýru auðlegð — alveg eins og
bergveggurinn opnaðist, þegar fátæki maðurinn í ævin-
týrinu bar fram hin dularfullu máttarorð : ,, Sesam,