Aldamót - 01.01.1899, Side 138
hefir af öörum verið bent á hiö ljómandi kvæöi: ,,Eg
vildi feginn veröa’ að Jjósum degi“, sem er sannur
gimsteinn og einstakt aö mörgu leyti í íslenzkum ljóð-
um. það hefir naumast nokkurt íslenzkt skáld orkt
eins fagurlega til konunnar sinnar og Páll Olafsson.
Væri hægt aö sýna fram á þaö með miklu fleiri dæm-
um, en þess gjörist ekki þörf.
En það er ekki einungis kærleikur hans til kon-
unnar, sem kemur fram í ljóðum hans. Hann yrkir
oftar og meö sterkari tilfinningum um börnin sín, bæöi
lífs og liðin, en önnur íslenzk skáld. Um syni sína
látna yrkir hann þetta :
A hverri nðttu gröf eg gref,
get svo tekið af lokið svarta,
örenda tvo eg engla vef
ískalda mér að lieitu hjarta ;
lokið svo aftur legg eg á
líkkistur beggja sona minna,
gröfinni aftur geng svo frá;
grátleg er þessi næturvinna.
Yfir vöggu drengsins síns biöur hann drottin :
Láttu hann dreyma líf og yl,
Ijós og alt, sem gott er til,
ást og von og traust og trú ;
taktu hann strax í fóstur nú;
langa’ og fagra lífs um hraut
leiddu hann gegn um sæld og þraut.
Verði hann bezta barnið þitt;
bænheyrðu nú kvakið mitt.
Létt og lipurt, og sýnir, hve hjartað er fult af hinum
göfugasta föðurkærleik. Hann biður ekki einungis
drottin fyrir drengjunum sínum, heldur yrkir hann
hann einnig fyrstu vetrarnótt bæn til fósturjarðarinnar
fyrir þeim, og það man eg ekki aö komi annars staöar
fyrir í íslenzkum ljóöum. Hve sárt hann hefir fundið
til út af missi barna sinna sést á þessum hending-
um úr kvæði til vinar hans, sein eru einkennilega
djúpt hugsaðar :