Aldamót - 01.01.1899, Qupperneq 16
i6
lífiS og flýjum, viljum ekki hlýða á og fara aö taka
lagiö, en viljum vera hjáróma, —viljum ekki lifa.
Og þá er hugsanin um lífiö vor kœrasta hugsan og
enginn hlutur, sem vér hugsum jafn-mikiö um. Og
enginn hlutur, sem vér viljum frekar en aö lifa, —
viljum þaS út af lífinu. Undarleg mótsögn hjá oss
þetta eöa tvískifting !
Alt, sem lifir, á hvaöa stigi, sem líf þess er, ,, hugs-
ar“ um aö lifa. ,,Umhugsanin“ sýnir sig í því, aö
þaö leitast við aö lifa, berst fyrir því að lifa. þetta er
sameiginlegt öllu lifanda. Lífsfýsnin er sterkasta eðl-
ishvötin og baráttan fyrir lífinu stórkostlegasta stríöið,
sem háð er í heiminum. þorstinn eftir því aö lifa er
svo brennandi og kepnin eftir því svo sterk, að stund-
um virðist eins og alt hljóti aö verSa aSlífsskilyrðum,
eöa að alt hljóti að búa til lífsskilyrði handa því, sem
vill lifa.
Eg hefi séð furutré standa framan í kletti eins ber-
um til að sjá og handarbak á manni, þar sem lífsskil-
yröi öll virtust vanta, að minsta kosti fyrir jafn-stór-
gert líf. En lífið hafði leitaö sér að stað til þess að
lifa í og fundið hann í sprungunum í klettinum. Inni
í þeim lágu lífsrætur trésins. þar hafði það krækt sér
í klettinn, vaxið svo fram úr honum og upp með hon-
um upp á móti sólunni, beinvaxna, iðgræna, tignar-
lega furutréð. Og þegar eg sá það, var að sjá eins og
það stæði framan í klettinum trausta örugt og ókvíðið,
með gullkembdan kollinn, hlæjandi framan í dauðann.
Vér tökum oft eftir því, er vér á sumrin veltum
steini, sem legið hefir ofan á grasrót að, lífið er ekki
dáið undir steininum, þótt við því hefði mátt búast.
En það hafði seilst út undan steininum og farið svo að