Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 165
i<5s
fólgin, aö þeir hafa veriö fluttir á svona fjölmennum
fundi og birtast svo á prenti. Er vonandi, aö áfram-
haldiö veröi eins gott og byrjunin eða betra. þetta
prestafélag mætti sannarlega ekki detta niður aftur,
því félagsleysiö milli íslenzku prestanna er einn hinn
sterkasti vottur um svefninn og áhugaleysið í íslenzku
kirkjunni. Svona lagaöur félagsskapur milli prest-
anna er fyrsta sporið í áttina til aö hrinda því af sér.
Hve hugmyndirnar mundu smám saman verða ljósari
og kristindómurinn skýrari í hugum manna og með-
vitund, ef margir slíkir fundir væru haldnir í landinu.
Og þó margt sé gott í fyrirlestrum þessum, bera þeir
þó með sér, að mjög þurfa hugmyndir íslenzkra presta
um kristindóminn þess við, að þær skýrist.
Einkum á þetta við um fyrirlestur síra Zóphoníasar.
Eg skal að eins benda á eitt dæmi. A bls. 30 standa
þessi orð : ,,Enda hygg eg, að leiðirnar að guðs hjarta
séu alveg óteljandi, en eg held þó, að sumar séu greið-
ari en sumar, og að ein leiðin sé allra inndælust (sbr.
orð Krists: Eg er vegurinn). “ Eg er nræddur um,
að síra Helga heitnum Hálfdanarsyni hefði þótt þetta
nokkuð undarleg kenning. Hann kannaðist víst ekki
við nema eina einustu leið að guðs hjarta. Hann
gleymdi ekki áframhaldinu af þeim orðum frelsarans,
sem hér er vitnað til: Enginn kemur til föðursins
nema fyrir mig (Jóh. 14, 6). Kristin kirkja hefir
aldrei gleymt þeim Og má aldrei gleyma þeim. því
þessi kenning um marga sáluhjálparvegi kollvarpar
kristindóminum. Kristur þurfti ekki að koma í heim-
inn, ef til voru aðrir sáluhjáiparvegir. A engri annarri
leið er hjálpræðis að vænta, því meðal manna gefst
ekki nokkur annar undir himninum, fyrir hvers full-
tingi oss sé ætlað hólpnum að verða (Pgb. 4, 12).
Kristindómurinn hefir gjört þá kröfu frá upphafi vega
að vera hinn eini sáluhjálparvegur. Og það er al-
gjörð uppgjöf á honum að halda því fram, að óteljandi
aðrirvegir séu fyrir manninn til að finna sálu sinni frelsi.
-—En í sambandi við þetta stendur margt annað í fyrir-