Aldamót - 01.01.1899, Side 32
32
og oss þykir vænt um þaö. Og vér finnum til þess, aö
þá getum vér eignast góða daga, Att gott, aö oss getr
þá liSið vel í sannleika, þegar vér lifum því lífi.
þaö hefir verið bent á, að það að lifa væri að
gera vilja guSs, láta lífið samsvara tilætlun hans, svo
að tilgangi hans meö það verði náð. Eg vil taka það
fram betur : AS lifa er aS verq þaS, sem guS vill aS
maSurinn sé, svo að þegar það er gert, sem guð vill,
þá sé það sprottið af því, að maðurinn er þaS, sem guð
vill. A S vera og aS gera á að falla saman eins og or-
sök og afleiðing. Lífið hið ytra á að nokkru leyti að
vera eins og bréfpeningarnir : ávísan upp á gullið, sem
á bankanum er.
þegar vér hugsum um það, sjáum vér, að sérhver
hlutur á að vera þaS, sem ætlast er til að hann sé.
Stundaklukkan á t. d. að segja til, hvað tíma líður.
Hún er ekki stundaklukka fyrir það, þó hún hafi
myndina. Vér erum ekki heldur menn fyrir það,
þótt vér séum í mannsmyndinni. Vér eigum að full-
nægja mannshugmyndinni, vera það, sem vér eigum
að vera sem menn. Menn eigum vér að vera. þaS
og ekki neitt annað ; því til þess erum vér skapaðir,
en ekki til neins annars ; enda fullnægir oss ekkert
annað. þaS er ekkert, sem oss getur þótt eins vœnt
um eins og aS vera menn —þetta, sem vér erum
skapaðir til að vera. Oss ætti þá að þykja vænt
um, að vér erum skapaðir, og vænt um hann, sem
skapaSi oss. þá líka að þakka honum fyrir það.
Að vísu, þegar vér erum ekki ,,menn“, getur oss
stundum að nokkru leyti þótt vænna um annað, t. d.
að vera eins og dýrin. Sú ,,lífshugsjón“ hefir líka
birst í nútíðar-bókmentunum og fengið töluvert veður
r