Aldamót - 01.01.1899, Síða 123
123
áfram, hvaða hugsjónir þaö hefir vakiö, hvaöa nýjum
framfaramálum þaö hefir hreyft. þeim 5,000 krónum
af almannafé væri sannarlega á glæ kastað, er varið
væri til að fylla 36 prentaðar arkir á ári af lesmáli,
sem valið væri úr útlendum tfmaritum með sama
smekk og sama skilningi á því, sem íslenzk alþýða
helzt þarf að lesa. Enda hafði stjórn deildarinnar
enginn maður hugkvæmst til að vera ritstjóri þessa
nýja tímarits, en hún virtist ekki alveg vonlaus um, að
slíkur maður kynni að reka höfuðið inn um dyragætt-
in einhvern tíma áður en á honum þyrfti að halda.
Að koma upp einhverju í líkingu við Review of Reviews
eða norska tímaritið Kringsjaa var sjálfsagt hugmynd-
in. En þess var ekki gætt, að það eru valdir menn,
er gjört hafa þau tímarit að því, sem þau eru, — menn
með ákveðnar skoðanir og göfugar hugsjónir, —menn,
sem ant er um hin berandi öfl lífsins, og ljá þeim
með öllu móti fylgi sitt. Ritstjóri norska tímaritsins
er nú dáinn og síðan hefir það verið í vandræðum.
Hann hafði um býsna langan tíma dvalið hér í Ame-
ríku og drukkið í sig þá trú á lífinu og hinum sigur-
sælu öflum þess, sem hvergi í heiminum er nú til neitt
líkt því eins sterk og heilbrigð og hér. Hann valdi
vissulega ekki af handahófi í tímaritið sitt. Af þeim,
sem það hafa stöðugt lesið, er sagt, að það hafi verið
gagnsýrt af lífsskoðun ritstjórans. Hún kom hver-
vetna í ljós, bæði að því leyti, sem hún var sönn og
heilbrigð, og þá auðvitað líka stundum að því leyti,
sem hún var biluð og veil. En menn lásu það tímarit
ekki án þess að verða varir við þann heilbrigða ideal-
ismus, sem þar kom í ljós, og vegna hans náði ritið
þeim vinsældum, sem það hefir gjört. þeir William
Stcad, sem er ritstjóri tímaritsins Review of Reviezvs,
sem út kemur á Englandi, og Albert Shazv, ritstjóri
American Reviczv of Reviezvs, sem ef til vill er bezt
af öllum þessum ritum, eru báðir ljómandi menn.
Tímaritshugmyndin er nú ekki komin lengra hjá oss
en þetta, að oss hefir enn ekki skilist, að það þarf að