Aldamót - 01.01.1899, Síða 81
81
hreinsandi, svalandi, streyma þaðan út yfir og inn í
líf einstaklinganna, þjóðanna, kirkjunnar nær og fjær.
Mér kemur nú til hugar eldgamalt ævintýri frá
austurlöndum, sem sumir yðar, tilheyrendur mínir, ef
til vill flestir, hafa heyrt. það var bláfátækur, ráð-
vandur maður eitt sinn á afskektum stað fjarri heimili
sínu önnum kafinn við skógarhögg. þetta var dagleg
atvinna hans; og tókst honum að eins með mestu
naumindum að hafa ofan af fyrir sér með því að flytja
viðinn, sem hann hjó, til bæjar og selja hann þar.
En er hann í þetta skifti undir kvöld var að búa sig'
til heimferðar og var í þann veginn að láta viðar-
klyfjarnar upp á eyki sína, sá hann jóreyk mikinn úti
í sjóndeildarhringnum, sem færðist óðum nær og nær.
Og brátt sá hann, að þetta var flokkur ríkmannlegra
riddara, sem riðu í loftinu og stefndu beint til hans.
Hann flýtti sér nú með farangur sinn inn í skóginn,
nam þar staðar, og klifraði svo upp í eik eina mikla
og þéttlaufgaða, er óx upp með snarbröttu bergi.
þaðan gat hann séð til mannanna og verið þeim þó
hulinn. þótt þeir væru glæsilega búnir, leist honum
þeir myndu engin góðmenni vera ; taldi víst, að það
væru ræningjar, eins og líka var. Og í geymsluhúsi
nokkru inni í hamrinum fólu þeir ránsfé sitt,—söfnuðu
því þar saman, er þeir komu úr ránferðum sínum. í
þetta skifti höfðu þeir komið þangað með stór-mikið
herfang. þeir báru það að bergvegnum í skyndi.
En er því verki var lokið, kallaði einn úr hópnum,
augsýnilega foringinn, með hárri röddu: ,,Sesam,
sesam, opnist þú !“ Og jafnskjótt opnaðist hamar-
inn ; það mynduðust dyr, þar sem áður sýndust engar
vera. Ræningjarnir fóru þá tafarlaust inn með alt
6