Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 125
125
í fyrra, þegar Aldamót komu út
Valdimar og viö sátum undir linditrjánuvi,
Briem : voru aö sönnu Davítfs sálmar eftir
Davíðs sálmar. síra Valdimar Briem komnir út,
en ekki komnir í mínar hendur
fyrr en svo seint, að þá varð að geyma þá annars og
betri tíma. Nú er sá annar tími kominn, en hvort
hann er betri, — ]?að er mikið vafamál. Síra Valdi-
mar varð fyrst kunnur fyrir sálmaskáldskap sinn.
J)egar nýja sálmabókin kom út 1886, varð hann um
leið þjóðfrægur maður. Sá skerfur, sem hann lagði
til hennar, var svo mikill og góður, að hann hefir upp
frá því staðið við hlið vorra beztu skálda í huga þjóð-
ar vorrar. Síðan hefir hann orkt mikið og margt, þar
á meðal hið mikla skáldverk sitt, er hann nefnir
Biblíuljóð, og er allur sá skáldskapur hans með sama
snildarmerkinu og sálmarnir í sálmabókinni. Samt
finst mér, að ekkert, sem út hefir komið eftir hann í
seinni tíð, taki beztu sálmunum hans í sálmabókinni
fram. A komandi tímum verður hans sjálfsagt lengst
minst sem sálmaskáldsins, enda hefir hann nærri stöð-
ugt valið sér trúarleg yrkisefni. Hefir oft verið á það
bent í þessu riti, hvílíka þýðing það hefir, að eitt
helzta skáldið á seinni hluta aldarinnar hefir kjark í
sér til að gjöra kristindóminn að yrkisefni sínu,—þegar
öðrum var farið að þykja það minkun, að láta það
sjást á ljóðum sínum, að þeir væru svo herfilega gam-
aldags að trúa því, að til sé guð á himni. þegar hann
var búinn að yrkja út af öllum helztu sögum bíblíunn-
ar, tekur hann sér fyrir hendur að yrkja út af Davíðs
sálmum, einn sálm út af hverjum þeirra, nema hinum
119., sem skift er í tuttugu og tvær greinir, og eru því
tuttugu og tveir sálmar í þessu safni út af þessum eina
Davíðs sálmi. Sálmarnir í safninu eru því 150+21
eða 171, og eru engir tveir orktir undir sama bragar-
hætti. Fæstir þeirra eru sérlega langir, flestir að eins
fjögur til fimm vers, en sá lengsti tólf. Efninu í frum-
sálmunum er fylgt í aðalatriðunum og einkennilegustu