Aldamót - 01.01.1899, Qupperneq 113
Í13
an, óbiblíulegan, ókristilegan en einmitt nú. Há-
veraldleg meöul eru viöhöíö til þess aö framkvæma
hið kristilega verk ; prédikunarstóllinn veröur að keppa
viö leikhús og loddara, svo kirkjurnar tæmist ekki.
Eins og í dæmisögu Jesú verður að þrengja mönnum
til að hlusta á fagnaöarerindi frelsarans og þiggja hans
náð. Ekki má orðinu eða atvikinu halla, ef vel á að
fara í sjálfum kærleiksfélagsskapnum, — einkum ef
kennimenn og leiðtogar eiga í hlut. þjóð vorri hefir
lengi hætt til þess veikleika, að amast öðrum fremur
við þeim, sem hún skoðar yfir sig setta eða opinberum
starfa gegna, og tortryggja þá, eins og öllum undir-
okuðum þjóðum hættir til. það er bein afleiðing af
því, að taka engan eða sárlítinn þátt í starfinu, bæði
hinu borgaralega og kirkjulega. Svo í stað þess að
taka höndum saman um hið heillavænlega, í stað þess
að leita upp hið góða, sem til blessunar gat orðið, og
hlúa að því, hættir mörgum við að gjöra hið gagn-
stæða, vera svo á móti og vinna í gagnstæða átt. —
því það þykir orðið nauðsynlegt á fundum og í félags-
lífi að vera á móti. það er eins og félagslegar þrumur
og eldingar þurfi að ganga yfir oss dag og nótt, ár og
síð. En drottinn var þó forðum ekki í þrumunum,
ekki í stormveðrinu, heldur í hinum hæga vindblæ.
Auk þessa er það nú óaflátanlega heimtað, að
kirkja Krists ,, slái af“ hinum guðlegu kröfum sínum
og kenningum sjálfs Jesú. það er stundum engu h'k-
ara en menn séu að eiga kaupskap við náunga sinn,
þegar fjallað er um orö guðs, boð Krists og starf
kirkjunnar. Eg ætla að bera það undir yður, hvort
það er ekki all-oft í daglega lífinu nú, bæði í orðum og
í framkvæmd, að krafist er, að kristin kirkja lagi sig
8