Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 115
þá veröur hik á, aö bornar veröi fram sumar mann-
legar uppástungur, afsakanir, ímyndanir og afneitanir,
sem nú þykja gildar og góðar í hóp smælingjanna,
hér í villu og synd )7vermóöskufullra jarðarbarna.
Enginn slái því heldur föstu, aö eg eða þeir, sein
nú kenna hér í nafni drottins Jesú, gleymi þakklætinu
til guðs og manna fyrir margt unnið til blessunar orði
hans á leið þess til mannshjartnanna. En það, sem
unnið er, rétt er og trúað er, er ekki og þarf ekki að
vera umtalsefni. Með Páli biðjum vér, að guð forði
oss frá að hrósa oss nema af krossi Krists. Enginn
læknar hinn heilbrigða lim eða líffæri.heldur hið sjúka.
Hið sama á ávalt að eiga sér stað í voru kirkju- og
kristindóms-starfi. Öll sjálfsréttlæting, nrós-hugsun
og afsökunar-eigingirni verður að hverfa.
Og til yðar, fóstbræður mínir, get eg sagt það,
með þessi sameiginlegu málefni sjálfra vor og Jesú
Krists í huga og vorn óumræðilega ófullkomleik og af-
sakanir, að eg finn fullvel hin köldu faðmlög andlegs
dauða leggja sig um mitt eigið hjarta, finn fingur Nat-
ans benda segjandi: þú ert maðurinn ! En eins
sannarlega og eg finn til þess, jafn-vissulega sem tunga
mín mun hætta að kveðja menn til kvöldmáltíðar Jesú
Krists, eins efalaust og hold mitt, syndugt og stæri-
látt, verður falið jörðu og fótum troðið, heldur fund
með orrnum duftsins, jafn-alvarlega og einlæglega
hvflir það nú á meðvitund minni, er eg til yðar tala á
þessari hátíðlegu stund, að vér þurfum meira en að
minnast meina vorra, meira en játa yfirsjónir vorar,
— að vér þurfum að vinna að því — eins og vér lækn-
urn mein holdsins og flýjum dauða líkamans, að mein
trúarlífsins séu grædd og dauði kirkjulífsins umflúinn,