Aldamót - 01.01.1899, Side 167
Fyrirlestur síra Jónasar er nokkuð á annan veg.
þaö dylst ekki, aö hann er býsna æföur í aö finna
hugsunum sínum hæfileg orð. Hann leggur líka á-
herzluna á það, sem er aðalatriðið, að prédika Jesúm
Krist og hann krossfestan. Hann man eftir orðinu :
Enginn kemur til föðursins nema fyrir mig. það er
margt í fyrirlestrinum, sem er bæði vel hugsað og vel
sagt. En ekki hefir honum heldur alveg tekist, að
láta orð sín ætíð hafa þann hreina kirkjulega hreim,
sem maður heimtar ósjálfrátt af hverjum presti. það
er ekki laust við, að hann smám saman gjöri lítið úr
kenningarkerfi kirkjunnar og styðji með því óbeinlínis
og sjálfsagt óviljandi þá heimskulegu óbeit, sem upp
er komin meðal fólks vors gegn hinum kristilegu
dogmum. það er hlutur, sem vér prestar ættum að
varast. það situr ekki á oss. Enginn prestur ætti að
tala um dogmur kirkjunnar nema með hinni mestu
lotningu. því þær eru bezti og virðulegasti búningur-
inn, sem kristilegri hugsun kirkjunnar göfugustu
manna hefir hepnast að færa hin einstöku atriði guð-
legrar opinberunar í. þótt eitthvað við þann búning
kunni ekki að falla í smekk vorn, ættum vér sem
mentaðir menn ekki að fella verð á þeim fyrir það,
heldur kunna sjálfir og kenna öðrum að meta þá and-
legu áreynslu,—baráttu þá og stríð, sem mannsand-
inn, upplýstur af guðs anda, hefir varpað sér út í, til
að gjöra ljósar og skiljanlegar hinar ýmsu hliðar opin-
berunarinnar. Vér, íslenzkir prestar, eigum það verk
nálega óunnið, að koma kirkjulýð vorum í skilning um
þetta atriði.
Síðast í riti þessu standa ljóð eftir síra Matthías,
er hann nefnir Hólastifti. Saga landsins og sér-
staklega Hólastiftis er töfruð fram í nokkurum sterk-
um dráttum. En það er eins og dofni yfir kvæðinu
eftir því, sem á það líður.og einna daufust er sýningin
af nútíðinni. þó endar kvæðið svona :
Fögur er foldin.
Fratn nieð drottins merki!