Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 62
62
brauöanna eöa breyting vatnsins í vín. Vér skiljuin
eigi kraftaverk guös og sjálfir hinir innblásnu menn
munu vart hafa skilið verk heilags anda í sér; aö
minsta kosti hafa þeir enga tilraun gert til að útskýra
það fyrir oss. Margskonar mismunandi skoðanir hafa
þó komið í ljós á þessu atriði, einkum að því, er snertir
spursmálið um það, að hve miklu leyti ritningin sé
innblásin; og án þess að reyna að segja nokkuð veru-
lega sögu þessara mismunandi hugm^mda skulu hér
taldar
HINAR HELZTU KENNINGAR UM INNBLÁSTUR
BIBLÍUNNAR NÚ Á DÖGUM.
i. Kenningin um ósjálfráSan innblástur (mecha-
nical inspiration).—þessi kenning gengur svo að segja
algerlega fram hjá öllu mannlegu við tilbúning ritn-
ingarinnar. Hvert rit og hvert atriði er svo algerlega
eignað guði, að mannleg skynsemi og mannlegt starf
kemur eiginlega hvergi til sögunnar. Hinn innblásni
maður er látinn vera jafn-dautt verkfæri eins og penn-
inn, sem skrifað var með, eða eins og einn talsmaður
þessarar skoðunar kemst að orði: ,,þeir hvorki töluðu
eða rituðu eigin orð sín, heldur mæltu fram atkvæði
fyrir atkvæði þaö, sem andinn lagði þeim í munn“
(Robert Hooker). Annar stórmerkur guðfræðingur,
sem framfylgdi þessari kenning, segir: ,,því alt það,
sem skrifað var, var hugsað af heilögum anda og til-
kynt hinum helgu höfundum um leið og þeir skrifuðu,
og var lesið þeim fyrir eins og pennanum, svo það yrði
skráð undir þessum, en engum öðrum kringumstæð-
um, á þennan, en engan annan átt“ (Quenstedt).
þessi skoðun sýnist hafa verið skoðun Gyðinga fyrir
daga Krists og margra kirkjufeðranna einnig. A mið-