Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 151
151
fræöing í Kaupmannahöfn, sem feröaöist tif Græn-
lands sumariö 1897 meö opinberum styrk til þess aö
gjöra þar ýmsar vísindalegar athuganir. þessi ferða-
saga hans er 127 bls. á lengd með mynd höf. framan
við og heil- mörgum myndum frá Grænlandi. Bókin
er öll bæöi skemtileg og fróðleg og vel rituð. Helgi
Pétursson segir mjög myndarlega frá öllu, og er auð-
séð, aö vér eigum þar efnilegan mann. P'lestir vita
lítið um Grænland, svo efniö er nýstárlegt. Bókin er
útgefandanum til hins mesta sóma. það er nú ekki
eins vel gengiö frá neinum íslenzkum bókum eins og
þeim, sem frá honum koma. Enda er sagt, að þær
gangi vel út. Næst eigum vér von á Lýsingu íslands
eftir dr. þorvald Thóroddsen í þessu safni. A þaö
að vera endurbætt útgáfa meö mörgum myndum, svo
líklegt er, að það verði mjög eiguleg bók. þá á líka
að fara að gefa út þætti úr íslendinga-sögu eftir Boga
Th. Melsteð, sem út eiga að koma í þremur eða fjór-
um 7—8 arka heftum, og verða menn sjálfsagt for-
vitnir að sjá þá bók. Eg leyfi mér að mæla sem bezt
með því, að menn kaupi þessar bækur, því þær eru
allar einstaklega laglegar, og efni þeirra sýnist
vera að taka stöðugum framförum.
Sami útgefandinn hefir einnig
Stafrofskver og látið prenta á sinn kostnað tvær
Barnagull. bækur handa börnum, Stafrofs-
kver og Barnagull. Kallar hann
það barnabækur alþýðu og þessar tvær fyrstu og aðra
bók í því safni. Stafrofskverið er samið af J. J. og er með
skrifletri og alls konar leturbreytingum og 80 myndnm.
Mér lízt vel á þetta stafrofskver, og óhætt er að gjöra
ráðfyrir, að börnunum lítist vel á myndirnar. Hiðsama
er að segja um Barnagullið. Samt er ekki laust við,
að myndirnar beri lesmálið þarofurliði. Eins á naum-
ast við í slíkri barnabók að koma með nýgjörvinga,