Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 43
43
guös. Vér þyrðum eigi að byggja eilífðar-vonina á
slíkri bók.
Óinnblásin biblía gæti eigi fært oss í samfélag við
guð, því þá skoðuðum vér ekki orð hennar sem orð
föðursins til barnanna sinna. Vér gætum eigi af
henni lært að elska hinn himneska föður vorn, því
hann væri oss jafn-fjarlægur eftir sem áður. Slík
biblía gæti að eins aukið dramb skynseminnar, en ekki
skapað trú og traust. Hún myndi fæða af sér hugs-
anaflækju, en ekki örugga trú, mótmæli, en ekki lotn-
ingarfulla undirgefni, stríð, en ekki frið fyrir hugsandi
mannsandann.
En vér höfum þegar slegið því föstu, að biblía
vor sé innblásin af guði. En fyrir þessari skoðun
vorri hljótum vér að hafa fullnægjandi sannanir.
Hvar fáum vér þær ?
BIBLÍAN SJÁLF SANNAR INNBLÁSTUR SINN.
Fleiri sannanir eru til. En aðallega skulum vér
nú íhuga þær sannanir, sem vér finnum í biblíunni
sjálfri, því þær eru mest áríðandi. Vér íhugum sann-
anirnar þá
i. aff því, er gamla testamentiS snertir.
þegar Kristur kom í heiminn, höfðu Gyðingar
helgirita-safn, sem þeir trúðu og báru lotning fyrir.
þeir skoðuðu þetta verk ekki svo sem væri það hinn
forni skáldskapur þjóðarinnar, saga feðra þeirra, lög-
gjöf lýðsins, heldur um fram alt sem guðs orð, ekki
að eins þeirra guðs, heldur allrar veraldarinnar guðs,
hins eina sanna og lifandi guðs.
þegar Kristur birtist sem hinn mikli ,,lærimeistari
kominn frá guði“, gat hann ekki gengið fram hjá