Aldamót - 01.01.1899, Qupperneq 35
35
vilji“ er lífs-prógramm hans, er hann ætíö og alls-
staðar stendur fullkomlega við. Ef svo hefði ekki
verið, en hann gert si/in vilja, þá hefði líf hans mis-
iekist, ekki náð tilgangi sínum.
Eins er um mannslífið yfir höfuð að tala. Til-
gangi sínum þarf það að ná. En tilgangur þess er að
tilgangur guffs meff þaff náist, að vilji hans verði með
}?að, }?að uppfylli hann, fullnægi honum. Ef )?að
verður ekki, ef líf mannsins er fólgið í því, að maður-
inn hugsar um sinn eigin vilja, hugsar um að lifa og
vera maður með því að fullnægja honum, þá mishepn-
ast líf hans ; það lendir utan hjá takmarkinu, sem því
hefir verið sett af guði, sem gaf það. það er þá
mannslíf, sem hefir ólánast.
Vafalaust hefir engum þótt eins vænt um að lifa
og Jesú. Ekki þó vegna þess, að hann hafi ekki
fundið til ; því hann fann til meir en nokkur annar—
hann, sem ,,bar vor sár og lagði á sig vor harmkvæli. “
Nei! heldur vegna þess, að hann fann fullkomlega til
þess, að líf hans náði tilgangi sínum, að hlutverk hans
hepnaðist og líf hans hepnaðist; því ,,áformi föðursins
varð framgengt fyrir hans hönd. “
Alveg eins hlýtur oss að þykja vænt um að lifa,
ef vér vitum það, að líf vort nær tilgangi sínum, að
það h -nnast. Enginn hlutur í lífinu getur veitt oss
meiri ánægju, létt eins á oss byrðunum, gefið oss aðra
eins djörfung, þrek og þrótt í allri baráttu lífsins.
Eða er oss það ekki fagnaðarefni, ef vér vitum, að
eitthvað tekst vel, sem oss liggur mjög á hjarta að
komist á eða komist á fót, eða sem oss að einhverju
leyti er mjög ant um ? Jú, vissulega ! En nú getur
oss ekki verið eins ant um nokkuð eins og það, að oss