Aldamót - 01.01.1899, Side 67
67
innblástur meö köflum eins og hin önnur, né kenning
um mismunandi magn innblástursins eins og hin
þriöja. En kenning þessi niðurlægir alla hugmyndina
um guðlegan innblástur með því að gera innblásturinn
að litlu öðru en andlegri æsing og hugsanaflugi, sem
eiginlega allir menn geta náð, og sem ekki að eins ó-
vanalega góðir menn njóta, heldur líka aðrir, svo sem
hetjur, skáld og hugvitsmenn; og má í óeiginlegri,
skáldlegri merking kalla þetta guðlegt. Innblástur
þessi er samskonar og innblástur Miltons, Shake-
speares, Göthes og jafnvel Hómers, Platons og Sókra-
tesar. Allar trúbækur eru á sama hátt innblásnar.
þetta er kenning skynsemistrúarmannanna {rational-
istanna) á þýzkalandi, F. W. Newmans á Englandi
og Theodore Parkers hér í landi. þessi kenning er svo
fjarstæð, að hún getur ekki tekist til greina sem
kirkjukenning. það er ekki heldur hægt að kalla
þetta neinn innblástur, því ,,það, sem er allra inn-
blástur, er einskis innblástur. ‘ ‘
5. Kenningin urn almennan kristilegan innblást-
ur.—þessi kenning er svipuð hinni síðastnefndu að
nokkru leyti. Samt viðurkennir hún heilagan anda
sem höfund ritningarinnar þannig, að hann hafi upp-
lýst hina helgu höfunda á sama hátt sem hann upp-
lýsir alla trúaða. þetta er eiginlega kenning sú, sem
Schleiermacher hóf fyrstur manna og nú ræður svo
víða meðal hinna þýzku guðfræðinga. Schleiermach-
er áleit innblásturinn ekki óskeikulan, en þó nokkuð
æðra en mannlegt hugvit : ,, uppvakning og örvun trú-
arlegrar meðvitundar, mismunandi að magni, fremur
en að eðli, frá hinum guðrækilega innblæstri og hug-
skoðunum helgra manna alment. “ En ef þessi kenn-