Aldamót - 01.01.1899, Qupperneq 108
io8
byrja’ á vorri hjartarót. “ Verk feöra vorra í Evrópu
geta ekki komið f stað þess, sem vér erum kallaðir til
aö framkvæma nú og hér. þaö erij ekki hinar sextíu
milíónir trúbræðra vorra í heiminum, sem komið geta
til greina í starfi voru, — ekki hin styrku, áhugamiklu
kirkjufélög, sem nú eru hvervetna að halda sín þing,
heldur vor eigin fáu hundruð og þúsundir. Hinn
frægi biskup ensku kirkjunnar, Philip Brooks, sagði,
að þó vér gætum ekki leiðrétt gjörvallan aldarandann
né betrað samtímann, gætum vér þó unnið að vorri
eigin betrun, lagt eitthvað í sölurnar — fyrir kirkju
Krists og sannleika guðs,—í orðum Steingríms Thor-
steinssonar:
,, Fyrir sigri sannleiks bið,
sannleik veittu sjálfur lið,
sjálfur þorðu’ að líða. “
Hið andlega skyldustarf vort, starfið í þjónustu sann-
leikans og sáluhjálparinnar, getum vér aldrei unn-
ið fyrir varamann, ekki sent annan í vorn stað. Og enn
fremur, þó að sjálfboðalið það, sem ríkin og landið, er
vér flestir tilheyrum, hverfi nú heim, eftir hraustlega
framgöngu í baráttu fyrir líkamlegu frelsi og ytri menn-
ing fólks, sem fjær oss stendur en flestir aðrir á hnetti
þessum, en vanþakkar og misskilur þá aðstoð tilfinn-
anlega,-—þó þeir, þessir hermenn, fái heimfararleyfi og
heiður,þá er því öðruvísi varið með yður, bræðurgóðir.
þing-samþyktir og þinglok þýða ekkert slíkt fyrir
neinn yðar. Kirkja Krists er stríðskirkja til æviloka,
til enda veraldar. I hennar frelsisbaráttu hafið þér
gengið. Og herra kirkjunnar getur einn veitt oss
heimfararleyfið. Hver einn og einasti maður kirkj-
unnar hlýtur að skoða sig sem stríðsmann, beinlínis