Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 137
U7
gengiö fram hjá heimilinu og þeirri hliö sálarlífsins,
sem bundin er vi8 heimilið.
Hið lang-bezta í ljóöum Páls Ólafssonar snýst
að einhverju leyti kring um heimiliö. JtaS hefir veriö
bent á þaö vel og rækilega, hve heitt og innilega hann
yrkir til konunnar sinnar. Hann skapar ekki neina
,,skýjadís“ úr konunni, sem hvergi er til í þessum
synduga heimi. þaö er ekki nein persónugjörving
konunnar, er Goethe kallaöi das ewig wcibliche, sem
hann er ástfanginn í. En þaö er konan hans sjálfs.
Kærleikurinn til hennar virðist vera hin einu ákveönu
trúarbrögö hans. Hún er honum eitt og alt. Hann
trúir á hana. þaö er hægt aö segja, aö þaö sé heið-
inglegur kærleikur. þvf það er eins og alt breytist í
eilífa nótt fyrir honum, ef hann hugsar sig án hennar:
þá veröur ,,sólin svört“ fyrir sjónum hans. þegar
hann hefir veriö fjarri heimili sfnu um stundar sakir
og er kominn á heimleiöina, hlakkar hann svo til aö
finna hana, aö :—
af þeirri sæluvo"' eg varia veit af mér.
í ööru sinni er hann á ferð heimleiðis ; biöur hann þá
hestinn sinn aö spretta úr sporum :
Þingmanna-leiðir langar
láttu þér finnast smátt um.
Konu á eg og uni
aldri fjær henni sjaldan,
ungan á eg og drenginn
ógleymanlegan heima.
þegar hann er svo kominn heim til hennar, kastar
hann fram þessari ljómandi stöku, sem er mjög
einkennileg fyrir skáldiö :
Eg vildi’ eg fengi’ að vera strá
og visna’ i skónum þínum,
því léttast gengirðu’ eflaust á
yfirsjönum mínum.
Hann yrkir hvert kvæöið öðru fegurra til seinni konu
sinnar. A hina fyrri minnist hann ekki neitt. þaö