Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 25
25
aö eiga,, góöa daga ‘ ‘ og lifa ánægöu og rósömu lífi. Alt
annað sé aö „dreifa sér“. þess vegna sé nauðsyn-
legt, svo gæöi lífsins dreifist ekki, en lendi á ,,þúf-
unni“, að standa í lífinu eins og með afar mikla trekt
yfir höfðinu á sér, útþanda vel eða fláa að ofan, svo
náist í alla blessunardropana, en mjóa vel að neðan,
svo droparnir lendi allir á ,,þúfunni“.— En lífið reyn-
ist innantómt á ,,þúfunni“. — Maðurinn dylst jafnvel
ekki heldur þar.
þá halda sumir, að skilyrðið fyrir því að lifa sé
að ,,klæðast pelli og purpura og lifa hvern dag í vel-
lystingum praktuglega“. Maðurinn þurfi endilega að
geta borist á, verið ,,fínn“ og haft ,,fínt“ í kring um
sig, geta skinið í augun á fólki með skartinu og sýnst
fyrir þeim, orðið svo talinn með ,,mönnum“,— með
,,höfðingjunum“, og látið svo til sín taka. Enn
fremur það, að geta etiS og dritkkiJ vel, lifað í býlífi,
ekki að þurfa að neita sér um nokkurn hlut. þá það,
að geta veitt vel og verða talinn , .rausnarmaður eða
rausnarkona í sinni sveit“ og víðar, —geta scr nafns
fyrir ríkismanna-brag og höfðingsskap utan heimilis
og á, ,,landshornanna á milli“.—En—,,maðurinn lifir
ekki á brauðinu einu“, né heldur á nafnimi einu, þó
stórt sé í augum fólks. þrátt fyrir alt hungrar mann-
inn. Hann gerir vart við sig.
þá eiga ekki svo fáir þá hugsun, að ekki komi til
máls að hægt sé ,,að lifa eins og mennskur maður“
nema maðurinn njóti lífsins, teygi það í stórum baulu-
sopum, seðji munaðargirndina og svali nautnfýsninni—
skemti se'r, svo að rjáfrin rofni. Og skemtuninni til-
heyrir það þá um fram alt, að dansaff sé ; því þá skín
sólin í heiffu! — þótt eiginlega heyri til, að dansað sé