Aldamót - 01.01.1899, Side 28
28
nöfnin vor rituð undir með skrautskrift — alt í bezta
lagi, að því er snertir allan ytri frágang —, er nótan þó
til nokkurs, ef vér erum einskis virði ! — ,,Nótuna“
kaupir einhver, sem lætur ytri frágang hennar véla
sig. Fer svo með hana á banka og vill selja.
Bankamaðurinn lítur á hana og segir: ,,Nei, eg
get ekki keypt hana. “ ,, Getið þér ekki keypt
hana, svona fallega ,nótu?“—spyr hinn forviða. ,,það
er þó engin skömm að fraganginum á henni ! Lítið
þér að eins á ! Eg efast um það stórlega, að þér
nokkurn tíma hafið eignast fallegri nótu en hana. ‘ ‘
,,það er satt. Til að sjá er ,,nótan“ falleg og ekkert
út á hana að setja nema það eina, að enginn er ritað-
ur undir“—segir bankamaðurinn. ,,Hvað segið þér ?
Er enginn ritaður undir ? Sjáið þér þá ekki nafnið,
ritað svo ljómandi fallega ?“ ,,Jú, eg sé fallega ritað
nafn, en manninn vantar. “ I því bili kemur maður
inn á bankann með ,,nótu“ í hendinni og fær banka-
manninum og spyr, hvort hann vilji kaupa. Nótan
var ljót að sjá, ákaflega illa skrifuð og nafnið klórað
undir, svo að eins var unt að lesa það. Bankamaður-
inn kaupir samt nótuna orðalaust. Maðurinn með
fallegu nótuna spyr forviða, hvernig á þessu standi.
Honum er svarað : ,,Maðnr er undir nótunni. “
Nei ! A lífsmarkaðinum eru mannlansu orðin
einskis virði. Eins og sviknir peningar geta þau geng-
ið manna á meðal um tíma ; en ,,upp koma svik um
síðir. “ Svo er eitt víst : hann, sem stjórnar ba^ika
lífsins, lætur aldrei blekkja sig, þótt mennirnir villist
á mönnum og orðum. Og maðurinn, sem ekki er
skapaður til þess að líf hans sé tómt yfirskin, að eins
hillingar, finnur líka til þess sjálfur, að þetta er þó