Aldamót - 01.01.1899, Qupperneq 17
1?
lifa miklu fjörugra lífi í kringum hann en ef enginn
steinn heföi verið til J?ess aö reyna að aftra því frá
að lifa.
Traðkaður ahnannavegurinn virðist ekki eiga nein
lífsskilyrði; en fái hann dálitla hvíld, fer lífið óðar að
þjóta upp.
Staður fyrir líf virðist ekki vera uppi undir jöklin-
um. Og þó vaxa þar inndæl blóm.
J)etta eru að eins nokkur dæmi, og sýna þau glögg-
lega það, sem sameiginlegt er öllum lifandi hlutum :
hina sterku lífsfýsn, sem sé, og baráttuna fyrir tilver-
unni, — að alt, sem lifir, vill lifa og berst fyrir því.
En er þá ánœgjan með að lifa eins bersýnileg hjá
öllu því, sem lifir, eins og áhuginn fyrir því að lifa ?
Væri það þó ekki háleit sjón, að sjá ánægjusvipinn
leika sér yfir öllu því, sem lifir, jafn-bersýnilega og
sjá má lífsfýsnina titra í hverri taug þess ! En helst
þetta hvorttveggja í hendur ? Já, að miklu leyti,
nema — hjá oss mönnunum. Hjá oss, yfirleitt, er á-
kaflega mikill skortur á lífsánægju, sannri gleði yfir
því að mega lifa. ])að virðist vera svo, að oss mjög
svo alment þyki eiginlega ekki neitt verulega vænt um
það. Eða þökkum vér fyrir það ? Vér erum þó
þakklátir fyrir það, sem oss þykir vænt um. Og sann-
arlega höfum vér ástæðu til þess að láta oss þykja
vænt um, að vér megum lifa, og sömuleiðis ástæðu til
þess að vér séum þakklátir fyrir það; því það er svo
stórkostlega dýrðlegt að mega lifa. Sú hugsun er,
óviðjafnanleg, að vér höfum eignast lífið, megum lifa
og getum átt skilyrðin fyrir því, þegar það er skilið
rétt, hvað lífið sé og hvað sé að lifa. Enda hlýtur
þeiin manni, sem eignast hefir þá sjón á lífinu, að
i