Aldamót - 01.01.1899, Side 87
hann að eiga þar — í guðs orði ritningarinnar — fyrir fult og
alt andlega heima. Árið 1507 er hann prestvígður; og þó að
hann væri þess fullviss, að það var drottinn sjálfur, sem nú
stýrði göngu hans, þá fyltist hann kvíða og angist, er hann í
fyrsta sinn sté upp í prédikunarstólinn. Einu ári siðar var
hann kallaður út úr klaustrinu til þess að verða kennari við
háskólann í Wittenberg, er þá var mjög nýlega stofnaður.
Hann hyrjaði á því að kenna heimspeki. En brátt fær hann
leyfi til að eiga við guðfræðiskenslu þar við háskðlann, og árið
1511 er hann orðinn guðfræðisdoktor. En jafnframt þjónar
hann sem prestur og prédikari við háskólakirkju bæjarins,
Árið 1512 er hann í kirkjulegu erindi sendur til E.ómaborgar,
og fékk þá ágætt færi á því að kynna sér hina ormstungnu
dýrð við páfahirðina, og hann kom heim úr ferðinni stór-
hneykslaður. Augsýnilega mátti hvorki þetta nó neitt annað
missast af lífsreynslu þeirri, sem hann hafði fram að þessum
tíma, ef hann ætti að geta unnið það makalausa hlutverk, sem
drottinn kjöri hann til. Út af allri þessari persðnulegu reynslu
gat hann einn af öllum gengið fram, þegar hinn hentugi tími
var kominn, og sagt falstrúnni og falskirkjunni, er þá var
alráðandi í heiminum, hið mikla, sigursæla, ðendanlega bless-
unarríka stríð á hendur í Jesú nafni.
Heilög ritning liggur opin fyrir oss meö öllum
sínum dýrmætu, óþrjótandi andlegu fjársjóðum. það
eigum vér reformasíóninni að þakka. Vér eigum allir
kost á því að vera alkristnir menn, sannir lærisveinar
drottins Jesú Krists. þess átti almenningur í hinum
svo kölluðu kristnu löndum alls ekki kost á hinni
myrku miðöld næst á undan reformasíóninni. Og þá
kemur spurningin : Notum vér þá í sannleika tæki-
færið, sem guð hefir gefið oss út af því að hafa fæðst
og upp alist og eiga heima í hinni endurfæddu kirkju
reformasíónarinnar, til þess að lifa sannkristnu trúar-
lífi ? því að því leyti, sem það ekki skyldi vera svo,
þá hlýtur voðalega þung ábyrgð, hræðilegur dómur, að
sjálfsögðu yfir oss að falla, fyrir það að nota ekki hið