Aldamót - 01.01.1899, Side 88
83
blessaöa tækifæri. Biblían er ekki lengur lokuö bók.
Kirkjan heldur henni nú opinni frammi fyrir augum
yðar allra. En lesið þér hana þá ? Kunniö þér að
lesa hana ? Hafið þér fundið Jesúm ? Hafið þér fund-
ið hann, sem er hjartað í biblíunni ? Hafið þér fundið
hann sem yðar persónulegan frelsara ? Annars er öll
yðar kristindómsþekking og allur yðar biblíulestur og
öll yðar hluttekning í hinni opinberu kirkjulegu guðs-
þjónustugjörð í rauninni til ónýtis. — Hin opna biblía
er yður þá sem lokuð bók. Og kristindómurinn yðar
að eins kristindómur að nafninu. Ef svoskyldi vera.þá
þurfið þér að fá lykil til að ljúka biblíunni upp með,—
meðal til þess að komast að hjartanu í guðs orði,
meðal til þess að finna frelsarann persónulega. — þér
hafið alveg óyggjanda lykil til þess að opna hið mikla
forðabúr, biblíuna, komast yfir alla þá gnótt guðlegra
fjársjóða, sem þar eru öllum syndugum mönnum
geymdir, og vera alkristnir menn. Kvöldmáltíðar-
sakramentið er meðal annars og sérstaklega slíkur
lykill. þar eru menn beinlínis leiddir að hjarta krist-
indómsopinberunarinnar. þar getið þér allir hiklaust
fundið Jesúm, persónulega mætt honum, hver út af
fyrir sig, sem yðar eigin frelsara og drotni; — þar eiga
allir kost á að mynnast við hann í hinum alfullkomna
fórnarkærleik hans. Og þar hafið þér í rauninni alveg
sama lykil til að ljúka biblíunni upp með og komast
að hjarta hennar, hjarta guðs sjálfs, eins og Lúter
hafði til að opna biblíuna. því hin postullega yfir-
lýsing um það, að maðurinn réttlætist af trú, en ekki
verkum lögmálsins, sem leiddi Lúter í allan sannleik
kristindómsins, er vitanlega alveg sömu merkingar
eins og fagnaðarerindið makalausa, sem kvöldmáltíð-