Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 163
IÓ3
að mörgu leyti ágætt. Eg er viss um, aö þaS hefir
orðið þjóö vorri til mikillar blessunar. það er svo
fast og vel hugsaS. það er svo ákveSiS í öllum trúar-
atriðum. þaS hefir gjört sitt til aS koma í veg fyrir
alt los í trúarefnum, sem einmitt hefir veriS eitt hiS
mesta mein vort. þaS er svo ekta kirkjulegur hreim-
ur í hverri setningu þess, sem mest má verSa. En
þaS er fremur þungt og ervitt kver. þaS hefi eg sann-
færst um betur og betur eftir því, sem eg hefi lengur
kent eftir því. þaS er of trúfræSislegt. þaS ber þar
of mikið á lærSri guðfræSi. þar er alt of mikið af
skilgreiningum, sem gjöra þaS kaldara fyrir barniS en
þaS ætti aS vera. þar er meira talaS til skilningsins
en hjartans. En eigi kristindómurinn aS verSa and-
leg eign barnsins, þarf hann um fram alt aS komast
inn í hjarta þess. það verSur aS tala viS barnið um
kristindóminn á máli þessara síðustu tíma, en ekki
eins og talaS var um hann fyrir löngu síSan. — það,
sem mér finst þessu nýja kveri mest til kosta, er ein-
mitt þaS, aS þaS kennir mönnum aS hugsa urn krist-
indóminn eins og þeirri kynslóS, sem nú er uppi, er
eðlilegast að hugsa um hann, en þaS þrýstir ekki
hugsun barnsins svo og svo langt aftur í tímann og
neySir þaS til aS hugsa um andleg efni eins og mönn-
um þá var tamt. þess vegna hika eg ekki viS að
mæla fram meS þessu kveri. það er framför aS hafa
eignast það. I öllum trúaratriSum er það fullkomlega
ákveSið.
Eins og mönnum er kunnugt orð-
Tíðindi presta- iS af blöSunum héldu prestar úr
fél. í hinu forna Húnavatns-, SkagafjarSar-, Eyja-
Hólastifti. fjarSar- og SuSur-þingeyjar-pró-
fastsdæmuin almennan fund meS
sér á Akureyri seint í júní síðastliðið sumar. Var sá
fundur áframhald af sams konar fundi, sem haldinn
var á SauSárkrók áriS áSur. þaS má óhætt þakka þaS