Aldamót - 01.01.1899, Qupperneq 34
34
veriö lifað af Jesú, svo þeir skuli geta sagt aö nokkuru
leyti með sanni, aö þeir elski Jesúm? *)—J)aö er ekki
alger hræsni, er þeir segja þaö. þeim finst áreiðan-
lega þeir geri það. — það kemur til af því, eins og
þegar hefir verið minst á, að oss mennina langar alla
í aðra röndina til þess að vera menn og lifa sönnu
manngildis-lífi, enda þótt ekkert verði úr neinu fyrir
oss í þá áttina. Manngöfga lífið hrífur oss þá, -— ekki
til þess að lifa því lífi, heldur til að dást að því og —
ef til vill — tala loflega um það, og svo—vera búnir
með það, þangaö til farið verður að dást að því í
næsta skiftið, þegar það ber fyrir. það er á svipaðan
hátt eins og þá vér horfum á fagra mynd. Myndin
gagntekur oss. Segjum ef til vill, að vér verðum
aldrei saddir af að horfa á hana. En þegar vér göng-
um frá henni, erum vér samt sem oftast búnir með
hana í það sinni, og förum að horfa á aðrar myndir.
Vissulega á sér marg-oft stað, að myndin skilur eftir
merki í oss. En hvað mörgum mást ekki merkin út !
Lífið, sem vér verðum hrifnir af og dáumst að, getur
sett merki í oss og þau orðið byrjun til nýs lífs. En
— sumir fara út af laginu, þótt vel sé byrjað.
Jesús varð maður, til þess að lifa sem maður og
með öllu mannslífi sínu að fullnægja vilja föður síns.
Hann segir sjálfur : ,,Eg hefi niður stigið af himni,
ekki til að gera minn vilja, heldur vilja þess, sem
sendi mig“ (Jóh. 6, 38). Mannslíf hans alt var fólgið
í þessu, að vera eins og faðirinn vildi, gera hans vilja,
vera alger uppfylling vilja hans; en aldrei í því að
gera sinn eigin vilja. ,,Ekki minn, heldur þinn
*) Sjá greinina hans Þ. E. ,,Kristindóms-hatrið“ í blað-
jnu hans fyrir árið 1898, 24. og 24. tölubl.