Aldamót - 01.01.1899, Side 132
132
Þótt gráti’ eg um daga, þótt gráti’ eg um nætur,
mér geta’ ekki svalað hin brennandi tár.
Guð, hugga þú barn þitt, er hástöfum grætur,
og hendinni strjúk þú um tárvotar brár.
Heyr fossana bruna,
heyr bylgjurnar duna!
Þær æsast og hamast og yfir mig streyma.
Ó, ertu mór, drottinn minn, búinn að gleyma ?
Aö síra Valdimar hefir ekki ætíö látiö efni frumsálm-
anna binda sig of mjög sýna tveir þessara sálma (65.
og 137-). Efninu í báöum þeim sálmum er snúið upp
á Island, og enginn mun fella verö á þeim fyrir þaö,
heldur miklu fremur láta sér þykja vænna um þá fyrir
bragðið. Attugasti og fjóröi sálmurinn hefir tekistnokk-
uö miður en sálmur Grundtvigs, þýddur af síra Helga
heitnum Hálfdanarsyni: ,,Inndælan blíðan“ (562 í
sálmabókinni),og hefði þó verið æskilegast, að íslend-
ingurinn hefði ekki verið mikið á eftir ,,danskinum“;
ætti síra Valdimar að yrkja þann sálm um aftur og
vita, hvort ekki væri hægt að ná þar hærri tónum.
En þess háttar eftirleikur er ætíð vandasamur, ekki
sízt þar sem hinn snildarsálmurinn er nú kominn inn
f hjörtu vor allra.—Nítugasti og sjötti sálmurinn er
mikið lengri en sá, sem er í sálmabókinni, þar að eins
þrjú vers, en hér níu. En eg vil heldur þau þrjú vers-
in, sem í sálmabókinni standa, ein og út af fyrir sig,
heldur en með þessari viðbót; en vaninn gjörir heií-
mikið til í því efni, því þar er þó þetta :
Ó, skrýðist þér lotning í skaparans höll,
Syngið nýjan söng!
Og titrandi krjúpið að fótum hans, fjöll.
Öll veröldin vegsami drottin !
Hundraðasti og fjórði sálmurinn er einn af lengstu
sálmunum og braglistin er þar á hæsta stigi. En ekki
færi sá sálmur vel í sálmabók. Hann er eitthvað of
gífurlegur til þess að passa inn í evangeliskan sálma-
söng. Hundraðasti og áttundi sálmurinn finst mér
vera einhver hin fegursta morgun-lofgjörð, sem til er
á íslenzka tungu :