Aldamót - 01.01.1899, Side 106
Tak nýja kristni ; tak nýja trú.
Tíminn er nú, aö skírist þú.
Brott, á brott meö þín brek og lygð !
Byrjaöu nýja þjóölífs-dygð, “
Hann, sem svona kveöur, virðist finna til þess, að
þjóð vor þurfi að tala um andleg aldamót, ávaxtar-
saman kristindóm, lifandi trú, skírn heilags anda og
einlæga syndajátning,— og ekki að eins að tala um
þetta, heldur líka biðja guð um J?að og vinna að því af
öllum mætti. Og eitt af því, sem fóstrað hefir and-
legan yfirdrepskap og ónýta trú, breitt yfir ,,brek og
lygð“, eru afsakanir. þjóð vor er ekki, sem betur
fer, hervædd — nema með afsökunum, ber ekki fyrir
sig sköfnung né skjöld, heldur afsakar. það er athæfi
barna, en ekki bardagamanna. Ekki að eins afsaka
einstaklingarnir sig, þeir hver út af fyrir sig, einn og
einn, heldur líka er þjóðin í heild sinni farin að gjöra
það,— allir í einu hljóði. Blöð og ritlingar, ræðu-
menn og skáld flytja lofstýr og lýðhrós. í skáldskap
þjóðarinnar, sem er spegill íslenzkra bókmenta, finn-
ast fá heimsádeilu-kvæði, heldur er hann mest lof-
söngvar eða líksöngvar. það er aðallega kristindóm-
urinn fyrir munn þeirra, er hann flytja, sem enn er að
reyna að áminna, sýna fram á, hve hróplegt og hættu-
legt tómlæti manna sé, og þó einkum og fyrst í því,sem
lýtur að sáluhjálp manna. Og þar sem svona stendur
á, þá er skiljanlegt, að þessu eina vopni—afsökununum
—sé beitt til varnar gegn þessum fmynduðu erki-óvin-
um, mönnunum, sem flytja boðskop hinnar miklu,
eilífu kvöldmáltíðar, erindsrekum drottins, talsmönn-
um áminninga og aðvarana Jesú Krists.
þeir bræðranna, sem stöðugt vilja heyra afsakanir