Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 140
140
var aö velja. Hann er maður með ríka og ógnar-
viðkvæma lund, og kvæðin til vina hans bera þess
ljósan vott, að tilfinningar hans gagnvart þeim hafa
ekki verið síður heitar og einlægar en þær, sem hann
ber til nánustu ástmenna sinna. —það, sem hann
yrkir um sjálfan sig er fult af raunatölum, og er ekki
laust við, að þar komi fram eitthvert ókarlmannlegt
volgurhljóð yfir lífinu.og stendur það eflaust í sambandi
við Bakkusardýrkun hans. það er eins og þau ljóð
séu orkt daginn eftir ,,ballið. “ Hann finnur þá til
þess, að líf hans er stefnulaust og þýðingarlítið.
þegar hann fer út fyrir þær tilfinningar, sem
heimilið skapar, hefir hann ekki nærri því eins mikið
að bjóða lesandanum, þótt leikurinn og listin sé víðast
hvar jafn-augljós. það kemur þá í ljós, hve umhugs-
unarefnin eru fá. Tökum til dæmis ljóðabréfin. þau
eru því sem næst efnislaus, og þau efni, sem þar eru,
svo hversdagsleg og þýðingarlaus sem mest má verða.
Sum erlend skáld hafa notað ljóðabréfsformið til að
tala um hin þýðingarmestu áhugamál mannanna. En
þau sýnast vera alveg fyrir utan sjóndeildarhring Páls
Ólafssonar.—þá eru drykkjukvæðin, Bakkusarljóðin,
ekki síður efnislaus, eintóm lofgjörð um drykkjuskap-
inn og samvizkan ekki látin komast upp með neina
játning um þá spilling og velferðartjón, sem hann
hefir í för með sér. Er vonandi, að þetta ógeðslega
lofgjörðarrugl um þann löst, sem einna átakanlegastur
hefir verið í fari þjóðar vorrar, fari að deyja út í bók-
mentum vorum.—Aftur eru hestavísurnar hugðnæm-
ari, því engir landar vorir eiga það betur skilið, að
þeim sé hrósað, en aumingja íslenzku hestarnir ; án
þeirra væri lífið á fósturjörð vorri nærri því óbærilegt,
og flestum kemur saman um, að það séu mestu yndis-
stundirnar í lífi þeirra, þegar þeir sitja á hestbaki.
En það er að öðru leyti lítið einkennilegt við þessar
hestavísur annað en léttleikurinn og lipurðin. Skáld-
skapur Páls Ólafssonar hefir einmitt beztu kosti ís-
lenzku reiðhestanna.