Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 170
Nýtt kristilegt umræðuefni.
í blaðinu Verði Ijós! hefir á þessu síðastliðna ári verið talað
mjög rækilega um ýms hin alvarlegustu umhugsunarefni, sem
nú eru uppi meðal kristinna manna. Mundi það hafa vakið
töluverða eftirtekt hjá öðrum en oss Islendingum, Hjá oss er
svefninn og athugaleysið svo mikið, að nálega enginn tekur til
máls um slík efni. Stillilegar ágreinings-umræður eru lífs-
nauðsynlegar hverri þjóð, til þess andlega lífið haldist lifandi
og vakandi og hugmyndir manna um andleg efni verði skýrari
Og ljósari. Til þess eru kirkjuleg hlöð og tímarit, að ýms atriði
kristindómsins séu tekin fyrir og rædd, svo öllum aimenningi
verði þau ljós, að því leyti, sem unt er. Það þarf stöðugt að
halda uppi umræðum um kristindóminn. Þð þær jafnvel verði
til þess, að hin svæsnásta vantrú rísi upp til að rífa kristilega
trú niður, verða slíkar umræðui' ætíð sigur fyrir kristindðminn,
ef einhverjir eru til að tala máii hans með einurð og stilling.
Allir hugsandi menn ættu því að álíta það skyldu sína, að setja
sig aldrei úr færi með að leggja orð í belg í hvert sinn, er þeim
finst, að þeir hafi einhverja framhærilega hugsun í samhandi
við það umræðuefni, sem þá er fyrir hendi.
Það mál, sem einkum hefir verið tekið mjög rækilega fyrir
í Verði Ijós!, er hin kristilega hugmynd um innhlástur heilttgrar
ritningar. Eg er þess fullviss, að þær ritgjörðir hafa vakið
miklu meiri eftirtekt en á hefir borið. Því síra Jón Helgason
hefir talað um það efni á nokkuð annan hátt en menn hafa van-
ist.einkum í grein.sem hann kallar Þsersagnir og missögli í heilas'-ri
ritnin.gu, sem sumir hafa hneykslast á. Þess vegna bendi eg á
það hér. Ef til væri nokkur kirkjuleg diskvssíón meðal vor,
eða umræða um kristindðminn frá meir en einu sjðnarmiði,
mundi ekki gengið þegjandi fram hjá öðru eins umræðuefni.
Því hér er talað af manni, sem hefir eina hina þýðingarmestu
stöðu í kirkju vorri, — manni, sem hefir líklega meiri áhrif á