Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Side 20
22
mismunandi tegunda og afbrigða, sem geta verið næsta
ólík frá ræktunarsjónarmiði séð. Hér í nágrannalönd-
unum vaxa tegundir, af flestum þessum flokkum, jöfn-
um höndum viltar og ræktaðar, en þó eru hin ræktuðu
afbrigði venjulega allmikið frábrugðin hinum vilta
frumgróðri, því mennirnir hafa, með langvarandi kyn-
bótum og úrvali, sniðið þau eftir sínum þörfum.
Hvað belgjurtir áhrærir, þá er ekki um auðugan garð
að gresja í gróðurríki íslands. Um 15 tegundir belgjurta
hafa fundist hér á landi (1), en fullur helmingur þeirra
er aðeins innfluttur slæðingur, sem fundist hefur við
bæi eða kauptún, á einum eða örfáum stöðum og varla
meira en 2 tegundir, hvítsmárinn og umfeðmingurinn,
hafa nokkra verulega útbreiðslu í gróðri landsins og
raunar aðeins hvítsmárinn, sem telja má, að þar hafi
verulega þýðingu.
Þessi augljósi skortur á belgjurtum, í hinum vilta
gróðri landsins, hefur ef til vill stutt þá skoðun, að, af
jarðfræðilegum eða veðurfarslegum ástæðum, væri
ræktun belgjurta hér mjög örðug, eða jafnvel ókleyf.
Fyrstu tilraunir, með ræktun þeirra, munu ekki held-
ur hafa gefið ákjósanlegan árangur, því ef svo hefði
verið, mundi þeim hafa verið meira á lofti haldið, þar
sem forgöngumönnum þessara mála gat tæplegast dul-
ist, hvaða þýðingu belgjurtirnar gátu haft fyrir ræktun
landsins.
2. Ræktunar- og fóðurgildi belgjurta.
Það er tvent, sem gerir belgjurtir sérstaklega eftir-
sóknarverðar til ræktunar:
1. Að þær eru mjög auðugar aj köfnunarefnissam-
böndum og, af þeim ástæðum, sérstaklega verðmætar
fóðurjurtir.