Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 50
md vafalaust þakka það smáranum. Á þeim hluta tilraun-
arinnar, sem fengið hefur meiri áburðinn, gcetir þessa mun-
ar ekki, því að smárinn þolir illa mjög mikið köfnunarefni
i áburði. Grasið vex honum þar yfir höfuð og kœfir hann.
Hér á eftir verða nú raktar nokkrar tilraunir með mis-
munandi smárablöndur, og skal því vikið örlítið að sér-
stöðu belgjurtanna í gróðurlendinu.
Vaxtaraukandi eiginleikar smára og annarra belgjurta
hafa lengi verið vel þekktir, þótt hér hafi lengst af orðið
þeirra lítil not, vegna þess hve erfiðlega hefur gengið að fá
þessar jurtir til að vaxa í nýræktunum. Sá eiginleiki belg-
jurtanna að örfa sprettuna, stendur, svo sem kunnugt er, í
sambandi við sérstaka bakteríu (Rhizobium radicicola),
sem lifir á rótum þessara jurta og gerir þar hnúta eða æxli.
Bakteríur þessar hagnýta köfnunarefni andrúmsloftsins til
lífsstarfsemi sinnar og binda það í eggjahvítusamböndum,
sem svo aftur leysast sundur, þegar bakteríurnar deyja, æxl-
in falla af rótunum og rotna í jarðveginum. Við þetta auðg-
ast jarðvegurinn af köfnunarefnissamböndum, sem verða
jurtum þeim að notum, sem þar vaxa. Enginn vafi er á því,
að ýmsir stofnar belgjurta, einkum af hvítsmára, geta vel
vaxið í íslenzkri veðráttu og íslenzkum jarðvegi. Orsakir
þess, að eigi hefur tekizt að halda smáranum í túnunum, eru
vafalaust þær: 1. Að smárasáðmagnið hefur lengst af verið
svo lítið, að hans hefur lítið gætt innan um grastegundirnar
og þœr þvi átt auðvelt með að kæfa hann. 2. Að of seint hefur
verið slegið eða smáranum misboðið með of miklum köfn-
unarefnisáburði, sem hvort tveggja styður að þvi, að grasið
kæfi smárann. En stnáirinn þolir mjög illa að vera lengi firrt-
ur Ijósi. 3. Að bakteriur hefur skort i jarðveginn, til þess að
smita smárann svo að rótaræxli vaxi á honum. Vegna þess,
hve lágvaxinn hvítsmárinn er, á hann örðugt með að keppa
við grösin framan af sumri. Eftir fyrri slátt verður vöxtur