Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 156
150
el til vill þegar á Söguöld. Víst má telja, eins og fyrr er getið,
að loftslag nyrðra og eystra hefir verið óhagstæðara korn-
yrkju en sunnan og vestan. Þótt hún heppnaðist í fyrstu,
meðan jörðin var enn ósnortin að kalla og skógarnir skýldu
hvarvettna fyrir næðingunum, hefir hún smám saman, eftir
því sem akurlendið þreyttist og skjólið hvarf, orðið misfella-
samari, og brátt hafa menn gefizt upp við hana og snúið sér
eingöngu að kvikfjárræktinni. Eins tel ég líklegt, að sú
kólnun loftslags, sem síðar getur, hafi byrjað þegar á Sögu-
öld, og einmitt komið fyrst fram í hinum kaldari héruðum
landsins. Sögnin um Vitaðsgjafa sýnir ótvírætt, að á dögum
söguhöfundarins hefir það þótt harla frásagnarvert, að akur
í Eyjafirði skyldi aldrei vera úfrær.
Annað tímabil í sögu kornyrkjunnar er frá því um 1150
að samtíma sagnir hefjast og fram að 1400. Er þar rétt að
gera mun fyrri hlutans fram að 1300 og 14. aldarinnar.
Langflestir hinna skjalfestu vitnisburða eru frá þessu tíma-
bili, og er kornyrkjustöðunum tiltölulega jafndreift um
landið frá Öræfum til Barðastrandar. Ef vér reynum að gera
oss hugmynd um ásigkomulag og þróun kornyrkjunnar þess-
ar aldir, verður á margt að líta.
í fyrsta lagi eru vitnisburðirnir sjálfir. Þeir eru að vísu
fáir hjá öllum þeim fjölda býla, sem eru á landinu. En hins
vegar eru þeir býsna margir, þegar borið er saman við þann
býlafjölda, sem vér á annað borð vitum nokkuð um. Mikill
hluti vitnisburðanna er um gjaldkvaðir, er hvíldu á leigu-
jörðum til kirkna og klaustra. En fyrst kornyrkjan hélzt við
á slíkum leigujörðum, liggur nærri að álykta, að ekki hafi
sjálfseignarbændurnir síður stundað hana á sínum ábýlis-
jörðum. Þá eru staðir þessir svo dreifðir víða um sveitir, að
ætla má af því einu, að kornyrkjan hafi enn verið almenn í
þessum landshlutum.
Þá er að geta þeirra heimilda, er snerta samband árferðis
og kornyrkju á þessu tímabili. í sögu Páls biskups getur þess,