Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 169
172
breytt að formi til, verði hætt að bæta við æfifélögum, en rit-
ið selt sem hvert annað ársrit gegn ákveðnu árgjaldi, en til
þess bæði að tryggja innheimtu og kaupendafjölda væri æski-
legt, að samböndin í Norðlendingafjórðungi, hvert um sig,
keyptu ákveðinn hluta af upplagi ritsins, er þau fengju t. d.
fyrir 2/3 áskriftargjalds eintakið, og sem þau síðan önnuð-
ust útsendingu á um sambandssvæðið og innheimtu gjald
fyrir, sem þau teldu nauðsynlegt til þess að sleppa skaðlaus,
en sem þó auðvitað mætti aldrei fara yfir fullt áskriftargjald
Arsritsins.
Þá hefðu samböndin norðanlands aðgang að Ársritinu
með birtingu á greinargerðum um sambandsstai'fsemina,
svo sem greinargerð um búnaðarframkvæmdir, nýjungar í
búnaði og fleira þessu líkt. Þó yrði að varast, að birta of
mikið af fundargerðum og reikningum, nema í mjög saman-
þrengdu formi. Á þennan hátt yrði Ársritið að öðrunx þræði
íélagsrit hvers sambands, en jafnframt tengi- og kynningar-
liður nxilli þeirra.
Þá er enn ástæða til að benda á það, að samkvæmt lögxxnx
Ræktxxnarfélagsins, erxi foxmenn og Búnaðarþingsfulltrxxar,
búnaðarsambandanna í Norðlendingafjórðxingi, réttnxætir
fulltrúar á aðalfund félagsins. Þessi skipan átti bæði að
tengja samböndin Ræktunarfélaginu, en jafnframt að axxka
samvinnxx þeirra í milli. Þennan rétt hafa samböndin því
miður notað mjög lítið og er það vafalaust skaði. Tel ég
mjög æskilegt, að búnaðarsamböndin norðlenzku taki þessi
mál til rækilegrar yfirvegxxnar á fundum sínum, og sendi síð-
aix áðurgreinda fulltrúa á næsta aðalfund Ræktunarfélags-
ins, til þess að hafa hönd í bagga með, hvernig þessi mál ráð-
ast og svo til þess að athuga, hvort eigi sé hagkvæmt og tíma-
bært að búnaðarsamböndin í Norðlendingafjórðungi auki
samvinnu sína og kynningu.
Akureyri, 3. janúar 1950.
Ólafur Jónsson.