Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 137
140
landi. I Hrappsey eru örnefnin: Akurborg, Akurhólmi,
Akurhöfði, Akurtún og Rúghólmi. Á Kvennahóli eru
garðar í túnbrekku, er líkjast akurreinum. í Ólafsdal sáust
fyrrum leifar fornra akra.1) Rúgeyjar við Skarðsströnd.
Barðastrandarsýsla.
Flatey á Breiðafirði. Þar segir í Þorskfirðinga sögu, að
Gull-Þórir hefði sæði á 10. öld.2) Munnmæli herma, að Ólöf
ríka hafi haft þar akuryrkju á 15. öld, og sé við hana kennd-
ur Ólafarakur, og sjáist þar enn minjar um jarðyrkju.3) Við
Flatey er smáey, er Akurey heitir.
Bjarneyjar. Njáls saga4) skýrir frá því, að Þorvaldur Ósvíf-
ursson liafi átt Bjarneyjar, og haft þaðan mjöl og skreið um
960.
Reykhólar. í Sturlungu segir svo frá, að í byrjun 12. aldar
skyldi á Reykhólum „vera hvert sumar Ólafsgildi, ef korn
gæti að káupa, tvö mjölsáld á Þórsnesþingi. Á Reykjahólum
voru svo góðir landkostir í þenna tíma, að þar voru aldrei
ófrævir akrarnir. En það var jafnan vani, að þar var nýtt
mjöl haft til beinabótar og ágætis að þeirri veizlu og var
gildið að Ólafsmessu hvert sumar.“5)
Dregið hefir verið í efa, að korn hafi verið þroskað á
Reykhólum um mánaðamót júlí—ágúst, en ekki er það frá-
leitt, sakir jarðhitans þar.
Hlíð í Þorskafirði. 1363 segir, að Staðarkirkja á Reykja-
nesi eigi akurgerði í Svínanesi í Hlíðarlandi. Er það óbreytt
í máldaga 1397, en í máldaga 1470 er nefnd akurtröð.6) I
1) De. agricultura, 25.
2) Bls. 20.
3) Kálund I, 540.
4) Bls. 24.
5) Sturlunga I, 27.
6) lsl. fornbréf III, 196; IV, 156; V, 591.