Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 142
145
vitað. Hins vegar er ekki ósennilegt, að þar sem um svo lítið
kornmagn sé að ræða, þá hafi þetta verið útsæðiskorn, og
því hefi ég talið þessa staði með, þótt hæpnir séu.
Hdtún í Landbroti. 1343 á að greiða Kirkjubæjarklaustri
vætt mjöls af Hátúnum, samkvæmt máldaga. Sennilegt er,
að ekki sé hér átt við melmjöl, því að í sama máldaga er
tekið fram um Hólm, að þaðan greiðist 12 fjórðungar mel-
mjöl. Ákvæðið er óbreytt 1397. En í máldaganum 1528 er
Hátúnsgjaldið ekki nefnt, en þar segir um Hólm: ,,12 fjórð-
ungar mjöls,“ svo að auðsætt er, að ekki er til fulls að treysta
á orðalagið um mjöl úr korni eða mel.1)
Þykkvibœr í Veri. í máldaga klaustursins 1340 stendur,
að klaustrið eigi 30 vættir mjöls.2) Ekki get ég talið þetta
nokkra óyggjandi sönnun þess, að korn hafi verið ræktað
á klaustrinu. Mjölið gat bæði verið aðkeypt, innlent eða er-
lent, og melmjöl. Sama er að segja um það, að sigð er talin
meðal eigna klaustursins 1523.3)
Örnefni og minjar eru þessi: Akurey í Hornafirði, Akur-
gerði hjá Kirkjubæjarklaustri. Akurhólmur í Meðallandi.
Þar eru að sögn Sæmundar Hólm miklir garðar og girðingar
ásamt bunustokkum til áveitu.4) Að Fossi á Síðu segir
Brynjólfur Jónsson að séu miklar minjar fornra akurgirð-
inga, sama segir hann einnig um Hemru og Seglbúðir.5) Að
Prestbakka á Síðu segir Sveinn Pálsson, að enn sjáist glögg
merki um forna akuryrkju í túninu. Þar heiti og Akurhóll.6)
Vestman naeyjar.
Þar eru örnefnin Akur og Kornhóll. I lýsingu Sæmundar
Hólm af Vestmannaeyjum segir, að leifar fornrar kornyrkju
1) Isl. fornbréf II, 782; IX, 471.
2) ísl. fornbréf II, 738.
3) Isl. fornbréf IX, 192.
4) B. M. Ó., 110.
5) Árbók Fornleifafélagsins 1909, 7, 10, 18.
6) Ferðabók, 266.
10