Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 132
135
sé goldið með afurðum jarðanna sjálfra, eins og lengstum
hefir verið landsvenja. Að vísu greiðast mjölgjöld þessi mis-
jafnlega þau 5 ár, er reikningarnir ná yfir. Þegar bezt lætur,
eru þau goldin af 15 jörðum, en fæst af 11. Auðsætt er, að
hér var um raunverulega gjaldheimtu að ræða, því að svo
er að sjá, sem mjölgjaldið hafi ekki verið fast ákveðið nema
á 5 jörðum. Af hinum hefir það verið greitt sem hentugur
gjaldmiðill. í reikningunum er sums staðar gerð grein fyrir
notkun mjölsins og ölsins. Þannig segir um Laxnes, að öl-
tunnan þaðan væri drukkin á alþingisreið. 1548, á Hvaleyri
er sagt, að síra Jón hafi tekið mjöltunnuna upp í kaup sitt
1549. I Bjarnarhúsum fékk Jón Tómasson mjöltunnuna í
formannskaup 1548, og 1549 var hún seld fyrir tvær fiska-
vættir. Frá Bárekseyri var mjöltunnan flutt til Bessastaða
1548. Og loks stendur í yfirlitsreikningum 1549, að í skipið
Morean hafi verið látnar 9 tunnur mjöls af landskuldum.
Af þessum vitnisburðum má óhætt fullyrða, að á öllum
þessum jörðum hefir verið allveruleg kornrækt um miðja
16. öld. Umræddar jarðir eru þessar:
Irafell í Kjós, 1 tn. mjöl.
Kiðjafell, 1 tn. mjöl.
Fitjakot, 1 tn. öl.
Minna-Mosfell, 1 tn. mjöl.
Móar á Kjalarnesi, 1 tn. öl.
Laxnes, 1 tn. öl og 1 tn. mjöl.
Helgadalur, 1 tn. mjöl.
Blikastaðir, 1 tn. öl.
Korpúlfsstaðir, 1 tn. öl.
Gufunes, 4 tn. öl eða 2 tn. öl og 2 mjöl.
Keldur, l/2 tn. öl og 1 mjöl eða 1 tn. af hvoru.
Lambhagi, \/2 tn. öl.
Reynisvatn, 1 tn. mjöl eða 1 tn. öl.
Miðdalur, 1 tn. mjöl eða 1 öl.
Hofsstaðir, 1 tn. mjöl.