Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 164
167
Niðurlagsorð.
Að lokum skulu hér dregnar saman nokkrar niðurstöður.
Kornyrkja hófst þegar með íslandsbyggð. Varð hún í
fyrstu almenn um suður- og vesturhluta landsins og allvíða
á Norðurlandi, en sennilega minnst austanlands. Loftslag
hefir þá að öllum líkindum verið mildara en seinna varð.
Bráðlega tekur loftslag að kólna, og þá leggst kornyrkja
niður, nema sunnan- og vestanlands, og er svo komið fyrir
1200. Síðan helzt kornyrkjan með líkum hætti í þessum
landshlutum fram undir 1400, og hefir hún verið allmikil-
væg búbót á mörgum stöðum. Á þessum öldum hefir hún
að vísu oft orðið misfellasöm vegna óáranar, en alltaf rétt
við aftur, þótt sennilega hafi hún heldur farið minnkandi
nema í héruðunum við Faxaflóa.
Á 15. öldinni dregst kornyrkjan óðum saman. Veldur
því bæði illt árferði, en þó einkum versnandi þjóðarhagir
og aukin sjósókn. Að lokum leggst hún niður með öllu,
þegar allflestar jarðir þeirra héraða, þar sem hún var síðast
stunduð, eru komnar í konungseign og ábúöndum íþyngt
með hvers konar kvöðum, og einkum lagt kapp á sjósókn
og sjávarafla. Má fullyrða, að á eitt hafi iagzt til að ríða
kornyrkjunni að fullu, breyttir þjóðarhagir og versnandi
árferði.
Þannig lyktaði þá kornyrkju á íslandi eftir fullar 7 aldir.
Það er ef til vill ekki hægt að segja að niðurfelling hennar
hafi haft í för með sér mikið beint tjón fyrir íslenzkan land-
búnað eða þjóðarheildina. Til þess hefir hún verið í of
smáum stíl og of stopul. En hitt er víst, að ef hún hefði
haldizt, þótt lítil væri, þá hefði hún viðhaldið sérstakri
verkmenningu, og hún mundi síðar, er viðreisn íslenzks
landbúnaðar hófst, hafa gert léttara fyrir um ýmsar fram-
kvæmdir, og einkum hefði hún haldið við þeirri alúð og