Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 178
181
grasfræið illa og misjafnt, og rótþroskunin verður svo léleg
fyrir veturinn, að gróðurinn deyr oft út í stórum stíl. Lang-
öruggustu og skynsamlegustu aðferðina við grasfræsáningu
tel ég vera, að ljúka vinnslu landanna og jöfnun sem mest
á haustin, og sá grasfræinu eins snemma og verða má á vorin.
Fæst þá oft dágóð uppskera þegar á fyrsta sumri og þétt og
sterk grasrót.
Völtunin er líka oft í ólagi og fremur til tjóns en gagns.
Alltof þungir valtar notaðir, sem ýta lausri moldinni saman
í hryggi, ef nokkur hliðhalli er, og kemur þá fræið oft upp
í rákum, eða jarðvegurinn er pressaður svo saman, að hann
verður bókstaflega loftlaus. Mest hætta er á þessu í leir-
moldarjarðvegi, einkum þegar hann er valtaður hálfvotur
á vorin. Vel unnin og jöfnuð flög á aðeins að valta með létt-
um valta eftir sáningu, og það skiptir meiru máli, að flögin
séu völtuð á réttum tíma á vorin, áður en jurtirnar, sem
frostið hefur losað, ná að þorna og visna, heldur en að valt-
inn sé þungur. Aðeins tyrfinn mýrajarðvegur þolir þunga
valta. Völtun á túnum, í þeim tilgangi að slétta þau, getur
verið mjög hæpinn vinningur.
Þá eru það túnaslétturnar. Þegar þau ákvæði voru sett
fyrir nokkrum árum, að tvöfaldur ræktunarstyrkur skyldi
greiddur í 10 ár fyrir túnasléttur, var jafnframt lagt svo fyr-
ir, að mæla skyldi túnþýfið. Svo sem við mátti búast, varð
þessi túnþýfismæling víst varla nákvæm, en þar við bættist,
að eftir að hún fór fram, voru jarðýturnar teknar til notk-
unar. Voru þær ekki einungis látnar jafna túnþýfi, heldur
einnig hóla, börð, beðasléttur og rústir, og þetta allt talið
túnþýfi, enda ekki véltækt. Auk þessa var nú hiklaust ráð-
ist á túnþýfi, er svo var grýtt, að það mundi áður hafa verið
talið óhæft til ræktunar. Af þessu leiðir, að túnaslétturnar
munu víða fara langt fram úr túnþýfinu, sem fram var talið.
Túnaslétturnar eru oft miður gerðar heldur en nýrækt-
irnar, einkum ber þar oft mikið á illgresi, fíflarót, njóla og