Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 126
129
um á akuryrkju almennt. Hvað sem annars líður sannfræði
Njálu, þá mun óhætt að fullyrða, að höfundi hennar hefir
verið fullkunnugt um, að akuryrkja hefir verið stunduð í
Rangárþingi til forna. Enda eru ummæli hennar studd af
örnefnum og leifum. í grennd við Hlíðarenda eru örnefnin
Akratunga, Akrar og Sdðgarðar, og fyrir neðan túnið segir
í Ferðabók E. Ól. og B. P. að sjáist greinilegar minjar um
fornar akurreinar.1) Það land mun nú brotið. í Vorsabæ eru
leifar fornra garða, sem vel gætu verið akurgarðar, ásamt
minjum um áveitú.2) En vitanlega verður að taka slíkar
minjar með fyllstu varfærni.
í Prestsögu Guðmundar góða segir frá því, að hann 1201
stökkti vígðu vatni á akra, tún og engjar á Skúmsstöðum í
Landeyjum.3) Þá er þess og getið, að arðuruxi var meðal
nauta, er Kolur auðgi Arnason átti í Landeyjum 1238.4)
I Fornbréfasafni eru eftirtaldir vitnisburðir:
Borg undir Eyjafjöllum 1371, kirkjunni fylgir arðuruxi
forn.5)
Yzta-Bœli undir Eyjafjöllum 1340, þar á Þykkvabæjar-
klaustur vætt mjöls.6)
Teigur i Fljótshlið, 1367 á kirkjan 2 sáld korns niðurfærð,
20 árum seinna er það komið niður í eitt sáld, og helzt það
óbreytt 1397.7)
Háfur í Holtum, 1331 á Haukadalskirkja þar vætt mjöls,
og helzt það óbreytt 1397, en fellur síðan niður í máldögum.
1332 á Breiðabólstaðarkirkja í Fljótshlíð einnig vætt mjöls
úr Háfi, og helzt það ákvæði óbreytt í máldögum til 1553,
eða fullar tvær aldir.8.)
1) E. ól. og B. P.: Reise II, bls. 947.
2) Arb. 1905, bls. 55-56.
3) Sturl. I, 146.
4) Sturl. I, bls. 415.
5) ísl. fornbr. III, 259.
6) ísl. fornbr. II, 740.
7) ísl. fornbr. III, 216, 403: IV, 77.
8) fsl. fornbrs. II, 668; IV, 40; XII, 660.
9