Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 150
153
greinilegar minjar áveitna á akrana að Vorsabæ og Kýrauga-
stöðum.1) Sama segir Sæmundur Hólm um Akurhólm í
Botnafljóti. Vitnisburðir þessir nægja til sönnunar því, að
vatni hafi verið veitt á akrana, en hitt vitum vér eigi, hversu
áveitunum hefir verið háttað. Einar Helgason, garðyrkju-
fræðingur, hyggur, að vatni hafi verið veitt á þann hluta
akursins, sem lá í tröð, eða að vatn hafi verið látið liggja á
ökrum á vetrum. Getur hvort tveggja komið til greina.
Örnefnið Vætuakrar hygg ég að bendi á, að akurinn hafi
verið votlendur, en ekki áveita.
Vafalaust má telja, að eins konar sáðskipti hafa verið við-
höfð, þ. e. akurinn hefir ekki verið sáinn, nema eitt eða
tvö ár í einu. Á Syðri-Reykjum er það skýrt tekið fram, að
hálfum akrinum átti að skila sánum, en hálfum í tröð, þ. e.
ósánum. B. M. Ó. leiðir rök að því, að hér hafi verið um
eins konar ferskipti (firevangsbrug) að ræða. Eftir því er
akurinn ræktaður tvö ár í einu, en hafður tvö ár í tröð.
Mannvirkjaleifar þær, sem taldar eru fornir akrar, styðja
þessa skoðun. Ökrunum er alls staðar skipt með görðum í
tiltölulega langar og mjóar spildur. Hefir akurminjunum á
Útskálum áður verið lýst. En í Knarrarnesi á Mýrum eru
ekki ómerkari leifar, sem sýna hið sama. „Þar eru fornar
akraleifar í túni, er þeim skipt í reinar með þvergörðum,
hallar hverri rein frá hinum nyrðra þvergarði til hins syðra,
svo að öll spildan er líkust skarsúð. Eigi sjást hliðargarðar.“
Fyrir norðan Knarrarnes er allstór ey, er Geldingsey heitir.
Þar er fjöldi af smáhólum og „girðing kringum marga þeirra
hvern um sig, og utan á hliðum þeirra eru akurreinar, að-
skildar með smágörðum. Sumir hólarnir eru lágir og ávalir
að ofan. Þar liggja reinarnar um hólana þvera. En á hinum
hærri hólunum eru reinarnar aðeins utan með.“2) B. M. Ó.
hermir það eftir Einari Helgasyni, að lík jarðræktaraðferð
1) Árbók Fornleifafélagsins 1898, 3, 9.
2) Arbók Fomleifafélagsins 1908, bls. 25—26.