Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 144
147
Hér á undan hafa verið raktir þeir vitnisburðir um korn-
yrkju, frá því í fornöld og fram undir siðaskipti, sem unnt
er að staðfæra. Ennfremur eru talin þau örnefni, er mér
•þykja bera kornyrkjunni óræk vitni, svo og þær fornminjar,
sem líkur benda til, að séu leifar fornra akurgerða. Af sam-
anburði við ritgerð B. M. Ó. sést, að ég hefi lagt hér allt
annað mat á örnefnin. Eg hefi einungis talið þau nöfn, sem
í er akur, ekra, sáð, sœldingur, bygg, korn og rúgur. Hygg ég
þó, að ekrunafnið sé engan veginn öruggt, því að það er
einnig haft um sléttar grundir. Um nöfnin tröð, lönd, garð-
ar og hlaða get ég verið fáorður. Þau geta verið, eins og B.
M. Ó. bendir á, styttingar fyrir akurtröð, akurlönd o. s. frv.,
en a. m. k. bæði tröð og garðar geta verið dregin af lands-
lagi. Og einkennilegt er það, að af 31 traðarnafni á öllu
landinu skuli 14 vera á Snæfellsnesi.
Hins vegar vil ég fara nokkrum orðum um gerðin, sem
B. M. Ó. gerir allmikið úr í ritgerð sinni. Það má að vísu
segja um þau, eins og hin heitin, að þau kunni í sumum
tilfellum að vera dregin af akuryrkju, en hins vegar er ég
sannfærður um, að langflest þeirra hafa ekkert samband við
forna kornyrkju. Gerði þýðir afgirt svæði, og getur þannig
þýtt hvaða afgirt land sem vera skal. Um land allt, en þó
einkum hér norðanlands, eru gerði við fjölda bæja. Þau
eru hluti af túninu, en ætíð skilin frá aðaltúninu með lækj-
ardragi, mýrarsundi eða a. m. k. lítt eða óræktaðri dæld. Á
gerðunum, sem oftast eru hólar, standa venjulega fjárhús.
Ég tel sennilegast, að gerðin hafi langoftast verið nýræktar-
tún, sem sett hafa verið spölkorn frá heimatúninu, af þvf að
þar hafi verið betri ræktunarskilyrði, t. d. sléttur hóll eða
þægilegra að hafa þar fjárhús, annaðhvort vegna rekstrar
á beit, eða aðflutninga á heyi. Líkrar skoðunar var Sigurður
Þórólfsson. Hann segir svo: Tún þau, sem lágu í kringum
fjárhúsin í högum voru oftast kölluð gerði.1) í fornsögum
1) Plógur V., 36.
10*