Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 98
100
var notað, en dílaveiki var hvergi á háu stigi í tilrauninni, ef
svo hefði verið, má telja fullvíst, að áhrif mangansulfatsins
hefðu orðið drjúgum meiri.
E. Tilraunir með rófur, kartöflur o. fl.
I. Tilraun með kartöflur.
Ræktunarfélagið hefur frá byrjun látið gera margar til-
raunir með ræktun kartaflna. Veigamestar og samfelldastar
hafa tilraunir með samanburð á kartöfluafbrigðum verið,
en jafnframt hafa verið gerðar tilraunir með ýmsar ræktun-
araðferðir, úrval o. fl. Skýrsla um kartöflutilaunir félagsins,
fyrstu 10 árin, er í Ársriti Rf. Nl. 1913, bls. 88—122, og verð-
ur hér að láta nægja að vísa til hennar, það sem hún nær.
1. Samanburður d kartöfluafbrigðum.
Skýrslan um afbrigðatilraunirnar 1904—1913 getur um
35 kartöfluafbrigði, sem reynd höfðu verið t 3—10 ár. Þau
beztu af þessum afbrigðum eru svo reynd áfram árin 1914
—1918 og nokkrum nýjum bætt við. Skýrslur um framhald
þessara tilrauna árin 1919—1923 vantar að mestu og árið
1924 fyrirfundust engin hrein kartöfluafbrigði hjá Rækt-
unarfélaginu, og munu nú flest þessara gömlu kartöfluaf-
brigða glötuð. Árið 1926 hófst á ný samanburður á kartöflu-
afbrigðum ,sem haldið hefur áfram látlaust síðan, en eigi
hafa nema 2—3 af hinum gömlu afbrigðum komi^t í þennan
samanburð, og óvíst hvort þau eiga fyllilega sammerkt við
eldri afbrigðin, þótt þau gangi undir sömu heitum.
Á töflu LXXXVI sést höfuðárangurinn af þessum til-
raunum, á árunum 1914—1918, og til samanburðar er með-
aluppskera frá árunum 1904—1913, fyrir þau afbrigðin, sem
voru í þeim tilraunum, og eru 8 fyrst töldu afbrigðin þau
uppskeruhæstu úr þessum elztu tilraunum. Uppskeran er
talin fram í tunnum á ha. Endurtekningar venjulega þrjár.