Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 162
165
brást. Þá telur hann og, að kornyrkjan norðanlands hafi
fallið niður með afnámi þrælahalds eftir kristnitökuna.
Ýmsir erlendir fræðimenn hafa talið, að lmignun og eyð-
ing kornyrkjunnar hafi stafað af því, að loftslag hafi kólnað
hér til muna frá því á landnámsöld. Og loks hefir Sigurður
Þórarinsson leitt mjög gild rök að því, að einmitt loftslags-
breytingar hafi frá öndverðu orkað mjög á kornyrkjuna
hér, og að eyðing kornyrkjunnar styðji mjög þá kenningu,
að loftslag hafi versnað hér á seinni hluta miðalda.1)
Það má raunar segja, að flestir, sem um þetta mál hafa
rætt, hafi litið nokkuð einsýnt á það. Annaðhvort talið or-
sakirnar þjóðhagslegar eða af kólnandi loftslagi. Skal það
nú að lokum athugað nánar.
Eins og fyrr er getið, eru vitnisburðirnir um kornyrkj-
una of strjálir til þess að skapa af þeim fullkomna mynd, en
þó hygg ég samt, að hægt sé að gera hana í megindráttunum.
Virðist mér, sem einkum sé um tvö hnignunarskeið að ræða.
Hið fyrra fyrir 1200 og hið síðara í lok 14. aldar, unz svo
lokaþátturinn kemur á 16. öld.
Hið fyrsta hnignunarskeið stendur vafalítið í sambandi
við það, að loftslag hefir kólnað svo, að kornyrkjan lagðist
niður í öllum kaldari héruðum landsins, þar sem hún þó
hafði náð nokkurri fótfestu á Söguöld. Á annan hátt verður
það naumast skýrt, hversu vitnisburðir um kornyrkju hverfa
algerlega af Norðurlandi.
Fram undir 1400 verða síðan litlar breytingar á kornyrkju.
En vafalítið er þó, að illt árferði, einkum síðari hluta 14.
aldar, hefir dregið nokkuð úr kornyrkjuframkvæmdum.
En nú eru einnig önnur öfl komin til sögunnar, og það er
hin almenna hnignun þjóðarinnar yfirleitt. Einkum er vafa-
lítið, að hinni verklegu menningu hnignar óðum. Sést það
ljósast af fátækt landsmanna af öllum tækjum til jarðyrkju
og landbúnaðar, en um það eru eignaskrár margar í forn-
1) Tefrokronologiska Studier, bls. 161.