Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 119
121
er höfð af skemmdum og tréni. Árið 1928 trénuðu allar teg-
undirnar mikið, að þessari einu undanskilinni. „Dales hy-
bride“ hefur verið ræktuð hjá Ræktunarfélaginu mjög oft
eftir 1928 og ávallt gefið góða og heilbrigða uppskeru.
Niðurlagsorð
Hér hefur nú verið rakinn, í höfuðdráttum, árangurinn
af 45 ára tilraunastarfi Ræktunarfélags Norðurlands. Mörgu
hefur þó orðið að sleppa, sumu vegna ófullnægjandi gagna,
öðru vegna takmarkaðs rúms. Ýtarlegar skýrslur hafa áður
birzt um sumar þessar tilraunir og nægir til fekari fræðslu
að vísu til þeirra, aðrar verða sennilega raktar nánar síðar.
Sumar þessara tilrauna hafa ekki verið getðar af þeiri ná-
kvæmni, sem æskilegt hefði verið ,eða þá, að þeim hefur eigi
verið haldið áfram svo lengi sem þörf var, og verður því að
taka árangurinn með nokkurri varúð og fyrirvara.
Jafnframt því, sem þessi ritsmíð, er greinargerð um 45
ára tilraunastarf Ræktunarfélagsins, er hún líka nokkurs
konar yfirlit um 25 ára störf mín á þessum vettvangi. Þetta
er eðlilega meginhluti skýrslunnar, bæði vegna þess, að frá
því tímabili er mest af nothæfum tilraunum, og öll gögn
varðandi þessar tilraunir eru mér aðgengilegust og kunnust.
Þótt viðfangsefnin, sem fjallað hefur verið um í þessi 45
ár, séu mörg og harla fjölbreytt, þá fer fjarri því, að nokkur
þurrð sé á vafaatriðum og spurningum varðandi ræktun,
sem þörf er á að rannsaka og fá svarað í tilraunum. Ýmiss
konar nýungar, breytt viðhorf og síðast en ekki sízt árangur
þeirra rannsókna, sem gerðar hafa verið, krefst stöðugt
nýrra úrlausna. Þannig var það, er það og verður það, þegar
um fjölþættan, lífrænan atvinnuveg og sanna þróun er að
ræða.
Því má ekki gleyma, þegar þessi ritgerð er lesin, að margar