Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 141
144
Tveimur árum síðar, er Ögmundur lét drepa þá Ormssyni,
segir, að Þorsteinn hrakauga húskarl, hafi sótt korn um
daginn.1) Gæti það bent til, að kornyrkja hafi verið á ná-
grannabæjum við Kirkjubæ.
Svínafell í Öræfum. Sá atburður varð enn að Svínafelli
í Öræfum (1201), að hlaup kom í á þá, er þar fellur við
bæinn, og braut akra og tún.2)
RauÖalækur í Öræfum. 1343 á Rauðalækjarkirkja sáld
korns í jörðu.3) Þessa er ekki getið í elzta máldaga kirkj-
unnar 1179. En 1362 eyddist Rauðalækur af jökulhlaupi.
Hvoll í Fljótshverfi. Þar á Kálfafellskirkja samkv. mál-
daga 1343 sældingsland í veitu, og skal sá, er í Kálfafelli býr,
taka vötn upp að sínum hlut. Þetta er óbreytt 1397.4)
Þverá á Síðu. Kristsbúinu þar fylgdi mælir korns samkv.
máldaga 1367.5)
Keldugnúpur á Síðu. Kristbúinu þar fylgdi mælir korns
eða hálf vætt matar eftir máldaga 1150. Er það óbreytt 1367
og 1397.6)
Uppsalir í Landbroti. Þar skyldi og fylgja Kristbúinu
mælir korns samkvæmt máldaga 1150, en 1367 mælir korns
eða hrútur tvævetur.7)
Dalbær eystri í Landbroti. Þar fylgir einnig mælir korns
eftir máldaga 1150, og er svo óbreytt 1367.8)
Þessi samhljóða ákvæði Kristbúanna fjögra tel ég enga
ótvíræða sönnun þess, að þar hafi verið kornyrkja. Kornið
er einungis talið upp meðal þeirra birgða, sem ætíð skyldu
fylgja búunum við ábúendaskipti. Elvergi er þess getið, að
kornið eigi að vera niðurfært, þótt B. M. Ó. telji það auð-
1) Sturlunga II, 94 og 100.
2) Sturlunga I, 148.
3) ísl. fornbréf II, 777.
4) fsl. fornbréf II, 779-80; IV, 235.
5) íslenzkt fornbréfasafn III, 244.
6) ísl. fornbréf I, 201; IV, 236.
7) ísl. fornbréf I, 199; III, 245.
8) ísl. fornbréf I, 199; III, 245.