Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 113
115
þarf að endurtaka, þótt vafasamt sé, að mýrarœktun útsœðis
skipti nokkru máli hér.
c. Samanburður á sáðtimum.
Tilraun þessi varð gerð árin 1926—1928 með tvö kartöflu-
afbrigði, „Tidlig Rose“ og „Up to date“ (tafla XCV).
TAFLA XCV.
Samanburður á sáðtimum á kartöflum.
(Uppskera í 100 kg pr. ha.)
Tidlig Rose U p t o d a t e
Ár 1. sáðtími 2. sáðtími 3. sáðtími 1. sáðtími 2. sáðtími 3. sáðtími
1936 .. 30/4 330.0 11/5 352.0 22/5 355.0 30/4 226.6 11/5 223.3 22/5 265.0
1937 .. 17/5 342.0 24/5 313.0 31/5 297.0 17/5 406.0 24/5 296.0 31/5 348.0
1938 .. 3/5 332.0 12/5 290.0 21/5 343.0 3/5 287.0 12/5 305.0 21/5 295.0
Meðalt. 334.7 318.3 331.7 306.6 274.8 302.7
Hlutf. 100 95 99 100 90 99
Vegna þess, hve breytilegir sáðtímarnir hafa verið frá
ári til árs, sem auðvitað orsakast af breytilegu tíðarfari, þá
er naumast hægt að treysta meðaltalinu. Orsökin til þess, að
miðsáðtíminn reynist lakast, einkum árið 1937, er sú, að
rétt eftir að hann kom upp kom frost, sem skemmdi grasið,
einkum á öðrum sáðtíma. Á fyrsta sáðtíma var grasið orðið
meira og þoldi kuldann betur, og á þriðja sáðtíma voru
kartöflurnar ekki komnar upp. Svo virðist, sem kartöflur,
settar seint i maí, gefi eins góða raun og þa:r, sem settar eru
i maibyrjun. Sennilega er gagnslítið að setja kartöflurnar
fyrr en jörð er farin að hlýna.
d. Tilraun með að fyrirbyggja vanskapnað i kartöflum.
Það er ekki ótítt, að kartöflur, undir einstaka grösum,
verða vanskapaðar, vaxi upp í stöngulinn og verði með ryð-
blettum. Sennilegt er, að einhver vöntun valdi þessu, því að
8*