Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Blaðsíða 168
Fáein orð
um Ræktunarfélag Norðurlands og Búnaðarsamböndin
á Norðurlandi.
Ég hef oft vikið að því áður, að af óviðráðanlegunt og
fullkomlega eðlilegum ástæðum hafa liin upphaflegu við-
fangsefni Ræktunarfélags Norðurlands, sambands- og til-
raunastarfsemin, dregist því úr höndum. Tjáir eigi um það
að sakast, þar sem hin nýja skipan þessara mála verður að
tefjast hagkvæmari og eðiiiegri, en sú eidri var.
Viðfangsefni Ræktunarféiagsins nú eru fyrst og fremst
Ársritið, og svo hefur það á prjónunum að koma á fræðslu
um iandbúnaðarmái, í sambandi við framhaldsskólana í
Norðlendingafjórðungi, og er aðeins byrjað á þessu.
Um Ársritið er það að segja, að í ráði er, að breyta nú
um tilhögun þess. Tilraunaskýrsiur hætta að verða megin-
efni þess, fundargerðir og reikningar dragast saman, svo
sem verða má, en rúmið verði sem mest notað til alhliða
búnaðarfræðslu. Því verði með öðrum orðum breytt í alþýð-
legt búnaðarrit.
Nú er það svö, að þótt tekjur Ræktunarfélagsins, sem
eru mestmegnis vextir og leiga af eignum þess, gangi að
mestu tii útgáfu Ársritsins, þá nægja þær engan vegin til
að gefa út sómasamlegt rit árlega, eins og nú er háttað öll-
um útgáfukostnaði. Þessu vetdur meðai annars, að Ársritið
hefur enga kaupendur aðra en æfiféiaga. Tekjur þess hafa
því eigi getað aukizt með dýrtíðinni.
Nú er það hugmynd mín, að um ieið og Ársritinu er